Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2025 15:56 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsti sig vanhæfan til þess að rannsaka mál sem varðaði starfsmenn bæjarins vegna fjölskyldutengsla við einn þeirra. Sá kærði umfjöllun DV um málið til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hafnaði kæru starfsmanns Vestmannaeyjabæjar á hendur blaðamanni DV vegna umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans í bænum til þess að rannsaka mál starfsmannsins vegna fjölskyldutengsla. Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur. Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur.
Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira