Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2025 15:56 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsti sig vanhæfan til þess að rannsaka mál sem varðaði starfsmenn bæjarins vegna fjölskyldutengsla við einn þeirra. Sá kærði umfjöllun DV um málið til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hafnaði kæru starfsmanns Vestmannaeyjabæjar á hendur blaðamanni DV vegna umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans í bænum til þess að rannsaka mál starfsmannsins vegna fjölskyldutengsla. Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur. Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur.
Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent