Fótbolti

Sjáðu mörk Ís­lands og Frakk­lands

Sindri Sverrisson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar eftir að hafa komið Íslandi í 1-0.
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar eftir að hafa komið Íslandi í 1-0. vísir/Anton

Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli.

Eitt mark var skorað í fyrri hálfleiknum og það kom úr smiðju Íslendinga. Sævar Atli Magnússon gerði vel í að vinna aukaspyrnu nærri endamörkum. Albert Guðmundsson tók spyrnuna og sendi lága sendingu að nærstöng þar sem Guðlaugur Victor Pálsson var mættur og náði að skófla boltanum yfir marklínuna.

Frakkar voru afskaplega nálægt því að jafna metin rétt fyrir hálfleik en Mikael Egill Ellertsson náði einhvern veginn að verja á marklínu. Einhverjir óttuðust að það hefði verið með hendi en svo var ekki og dómarinn flautaði til hálfleiks.

Það kom þó að því að Frakkar jöfnuðu metin, 1-1, eftir algjöra einstefnu í seinni hálfleik. Christopher Nkunku lék á Guðlaug Victor Pálsson og skoraði í fjærhornið.

Frakkar komust svo yfir á 68. mínútu þegar Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, renndi sér á knöttinn og skoraði af stuttu færi.

Kristian Hlynsson náði hins vegar strax að jafna metin fyrir Ísland, úr skyndisókn, eftir sendingu frá Alberti Guðmundssyni. Kristian var ískaldur þegar hann setti boltann framhjá AC Milan-markverðinum Mike Maignan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×