Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íþróttadeild Sýnar skrifar 13. október 2025 21:13 Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. Íslenska liðið spilaði afar vel í fyrri hálfleik og voru 1-0 yfir, þökk sé Guðlaugi Victori Pálssyni. Frakkar sóttu stíft í síðari hálfleik en Ísland gerði vel í því að verjast. Stíflan brast hins vegar á 63. mínútu þegar Christopher Nkunku jafnaði metin og Jean-Philippe Mateta tvöfaldaði svo forystu Frakka fimm mínútum síðar. Kristian Hlynsson, sem kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks, jafnaði metin fyrir Ísland stuttu síðar eftir frábæra sókn. Að öllum öðrum ólöstuðum var Hákon Arnar Haraldsson maður leiksins hjá Íslandi. Fyrirliðinn stóð sig frábærlega á miðjunni, sýndi ekki sömu veikleika varnarlega og var mjög ógnandi sóknarlega. Stýrði spilinu vel, sótti boltann oft og var potturinn og pannan í öllu sem íslenska liðið lagði upp með. Hákon var gríðarmikilvægur í öllum aðgerðum, þó aðrir eigi sannarlega líka hrós skilið. Albert Guðmundsson kom að báðum mörkum Íslands, Kristian Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið og Elías Rafn sá til þess að staðan héldist jöfn með nokkrum frábærum vörslum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [8] Öruggur í markinu og átti nokkrar frábærar vörslur. Varði vel frá Nkunku í byrjun leiks og varði dauðafæri Mateta undir lok fyrri hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Skoraði fyrsta mark Íslendinga. Leit ekki vel út í mörkum Frakka. Setti enga pressu á Nkunku í fyrra markinu en vantaði hjálp. Kom sér fyrir mikilvægar fyrirgjafir Frakka og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir Íslenska liðið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [7] Mikilvægur í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Gleymdi sér í öðru marki Frakka og missti af Mateta. Átti samt sem áður flottan leik og var frábær í vörninni. Logi Tómasson, vinstri bakvörður - [6] Átti fína frammistöðu vinstra megin í vörninni en tókst lítið að koma sér fram á völlinn. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Átti góðan leik á miðjunni í kvöld. Átti mikilvægustu stungusendingu leiksins í aðdraganda seinna marki Íslands. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [9] Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum okkar sem var öflugur á miðjunni. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Öflugur fremstur á miðjunni í kvöld. Tók aukaspyrnuna sem fyrsta mark Íslands kom uppúr. Hann átti einnig stoðsendinguna á Kristian Hlynsson í öðru marki Íslands. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður - [7] Átti flotta spretti á vinstri kantinum. Átti líklega mikilvægustu vörslu leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Var færður af hægri kantinum í vinstri bakvörð. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherji [6] Komst í lítinn takt við leikinn og átti í erfiðri baráttu við William Saliba og Dayot Upamecano. Lét þó aldrei deigan síga og hjálpaði liðinu. Sævar Atli Magnússon, framherji - [6] Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið og var ákafur í pressunni. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á fyrir Sævar Atla á 45+1. mínútu [6] Náði ekki að setja mark sitt á leikinn en stóð sig ágætlega í pressunni fremst á vellinum. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen 46. mínútu [7] Öflug innkoma hjá Kristiani, duglegur í pressunni og skoraði glæsilegt mark. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 63. mínútu. [5] Sást lítið til hans í leiknum og maður veltir fyrir sér þessari skiptingu. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Íslenska liðið spilaði afar vel í fyrri hálfleik og voru 1-0 yfir, þökk sé Guðlaugi Victori Pálssyni. Frakkar sóttu stíft í síðari hálfleik en Ísland gerði vel í því að verjast. Stíflan brast hins vegar á 63. mínútu þegar Christopher Nkunku jafnaði metin og Jean-Philippe Mateta tvöfaldaði svo forystu Frakka fimm mínútum síðar. Kristian Hlynsson, sem kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks, jafnaði metin fyrir Ísland stuttu síðar eftir frábæra sókn. Að öllum öðrum ólöstuðum var Hákon Arnar Haraldsson maður leiksins hjá Íslandi. Fyrirliðinn stóð sig frábærlega á miðjunni, sýndi ekki sömu veikleika varnarlega og var mjög ógnandi sóknarlega. Stýrði spilinu vel, sótti boltann oft og var potturinn og pannan í öllu sem íslenska liðið lagði upp með. Hákon var gríðarmikilvægur í öllum aðgerðum, þó aðrir eigi sannarlega líka hrós skilið. Albert Guðmundsson kom að báðum mörkum Íslands, Kristian Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið og Elías Rafn sá til þess að staðan héldist jöfn með nokkrum frábærum vörslum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [8] Öruggur í markinu og átti nokkrar frábærar vörslur. Varði vel frá Nkunku í byrjun leiks og varði dauðafæri Mateta undir lok fyrri hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Skoraði fyrsta mark Íslendinga. Leit ekki vel út í mörkum Frakka. Setti enga pressu á Nkunku í fyrra markinu en vantaði hjálp. Kom sér fyrir mikilvægar fyrirgjafir Frakka og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir Íslenska liðið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [7] Mikilvægur í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Gleymdi sér í öðru marki Frakka og missti af Mateta. Átti samt sem áður flottan leik og var frábær í vörninni. Logi Tómasson, vinstri bakvörður - [6] Átti fína frammistöðu vinstra megin í vörninni en tókst lítið að koma sér fram á völlinn. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Átti góðan leik á miðjunni í kvöld. Átti mikilvægustu stungusendingu leiksins í aðdraganda seinna marki Íslands. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [9] Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum okkar sem var öflugur á miðjunni. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Öflugur fremstur á miðjunni í kvöld. Tók aukaspyrnuna sem fyrsta mark Íslands kom uppúr. Hann átti einnig stoðsendinguna á Kristian Hlynsson í öðru marki Íslands. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður - [7] Átti flotta spretti á vinstri kantinum. Átti líklega mikilvægustu vörslu leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Var færður af hægri kantinum í vinstri bakvörð. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherji [6] Komst í lítinn takt við leikinn og átti í erfiðri baráttu við William Saliba og Dayot Upamecano. Lét þó aldrei deigan síga og hjálpaði liðinu. Sævar Atli Magnússon, framherji - [6] Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið og var ákafur í pressunni. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á fyrir Sævar Atla á 45+1. mínútu [6] Náði ekki að setja mark sitt á leikinn en stóð sig ágætlega í pressunni fremst á vellinum. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen 46. mínútu [7] Öflug innkoma hjá Kristiani, duglegur í pressunni og skoraði glæsilegt mark. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 63. mínútu. [5] Sást lítið til hans í leiknum og maður veltir fyrir sér þessari skiptingu. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira