Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2025 07:32 Strákarnir okkar þökkuðu vel fyrir magnaðan stuðning í Laugardalnum í gærkvöld. vísir/Anton Stigið sem Ísland vann sér inn gegn næstbesta landsliði heims í gær, með 2-2 jafnteflinu við Frakka, gæti skipt sköpum í baráttunni um að komast á HM í fótbolta næsta sumar. Eftir tapið gegn Úkraínu á föstudag er ekki lengur raunhæfur möguleiki á að Ísland vinni D-riðil og komist beint á HM. Baráttan er hins vegar hörð við Úkraínu um 2. sæti riðilsins og að komast þannig í umspil í mars á næsta ári. Frakkland er efst í riðlinum með 10 stig, Úkraína er með 7, Ísland 4 og Aserbaísjan 1, þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland mætir Aserum á útivelli 13. nóvember og svo Úkraínu 16. nóvember en vegna stríðsins við Rússa spilar Úkraína heimaleiki sína í Póllandi. Úkraína fer fyrst til Parísar og spilar við Frakka 13. nóvember, þar sem Íslendingar ættu líklega að halda með Frökkum. Enn með betri markatölu en Úkraína Þrátt fyrir að vera neðar en Úkraína þá er Ísland enn með betri markatölu (+2 gegn +1 hjá Úkraínu) og er mikilvægt að hafa í huga að verði lið jöfn að stigum þá ræður heildarmarkatala lokastöðunni (ekki innbyrðis úrslit eins og í UEFA-keppnum). Þess vegna eru spennandi möguleikar í stöðunni fyrir mögulegan úrslitaleik Úkraínu og Íslands um 2. sæti þann 16. nóvember. Tveir möguleikar leiða hins vegar til þess að Ísland eigi enga von fyrir þann leik. Möguleikarnir fyrir leik Úkraínu og Íslands í lokaumferðinni: Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Úkraína tapar gegn Frakklandi: Þá verða Ísland og Úkraína jöfn að stigum en Ísland með betri markatölu. Jafntefli gegn Úkraínu myndi þá duga Íslandi til að ná 2. sæti. Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Frakkland og Úkraína gera jafntefli: Þá þyrfti Ísland að vinna Úkraínu til að ná 2. sæti. Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Úkraína vinnur Frakkland: Þá er enn möguleiki á efsta sæti fyrir Ísland en til þess þyrfti Frakkland svo að tapa í Aserbaísjan. Ísland þyrfti sigur, annað hvort til að ná 2. sæti af Úkraínu eða til að ná upp fyrir bæði Frakkland og Úkraínu. Ef Ísland gerir jafntefli við Aserbaísjan og Úkraína vinnur Frakkland: Þá yrðu möguleikar Íslands úr sögunni. Ef Ísland gerir jafntefli við Aserbaísjan og Úkraína vinnur ekki Frakkland: Þá þyrfti Ísland að vinna Úkraínu til að ná 2. sæti. Ef Ísland tapar fyrir Aserbaísjan og Úkraína tapar ekki gegn Frakklandi: Þá yrðu möguleikar Íslands úr sögunni. Ef Ísland tapar fyrir Aserbaísjan og Úkraína tapar gegn Frakklandi: Þá þarf Ísland sigur gegn Úkraínu til að ná 2. sæti. Aserar ættu fræðilega von um að blanda sér í baráttuna en eru með skelfilega markatölu. Það bíður svo vonandi betri tíma að velta því fyrir sér hvernig umspilið í mars mun líta út en þar þarf að slá út tvo andstæðinga til að komast á HM. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. 13. október 2025 21:13 X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13. október 2025 20:58 Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. 13. október 2025 19:41 „Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. 13. október 2025 21:37 „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Daníel Leó Grétarsson stóð í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Frakklandi í kvöld. Lokatölur 2-2 og Daníel var að vonum sáttur í leikslok. 13. október 2025 22:11 Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn. 13. október 2025 23:02 „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna. 13. október 2025 22:26 „Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 13. október 2025 20:55 „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn. 13. október 2025 21:39 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Eftir tapið gegn Úkraínu á föstudag er ekki lengur raunhæfur möguleiki á að Ísland vinni D-riðil og komist beint á HM. Baráttan er hins vegar hörð við Úkraínu um 2. sæti riðilsins og að komast þannig í umspil í mars á næsta ári. Frakkland er efst í riðlinum með 10 stig, Úkraína er með 7, Ísland 4 og Aserbaísjan 1, þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland mætir Aserum á útivelli 13. nóvember og svo Úkraínu 16. nóvember en vegna stríðsins við Rússa spilar Úkraína heimaleiki sína í Póllandi. Úkraína fer fyrst til Parísar og spilar við Frakka 13. nóvember, þar sem Íslendingar ættu líklega að halda með Frökkum. Enn með betri markatölu en Úkraína Þrátt fyrir að vera neðar en Úkraína þá er Ísland enn með betri markatölu (+2 gegn +1 hjá Úkraínu) og er mikilvægt að hafa í huga að verði lið jöfn að stigum þá ræður heildarmarkatala lokastöðunni (ekki innbyrðis úrslit eins og í UEFA-keppnum). Þess vegna eru spennandi möguleikar í stöðunni fyrir mögulegan úrslitaleik Úkraínu og Íslands um 2. sæti þann 16. nóvember. Tveir möguleikar leiða hins vegar til þess að Ísland eigi enga von fyrir þann leik. Möguleikarnir fyrir leik Úkraínu og Íslands í lokaumferðinni: Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Úkraína tapar gegn Frakklandi: Þá verða Ísland og Úkraína jöfn að stigum en Ísland með betri markatölu. Jafntefli gegn Úkraínu myndi þá duga Íslandi til að ná 2. sæti. Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Frakkland og Úkraína gera jafntefli: Þá þyrfti Ísland að vinna Úkraínu til að ná 2. sæti. Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Úkraína vinnur Frakkland: Þá er enn möguleiki á efsta sæti fyrir Ísland en til þess þyrfti Frakkland svo að tapa í Aserbaísjan. Ísland þyrfti sigur, annað hvort til að ná 2. sæti af Úkraínu eða til að ná upp fyrir bæði Frakkland og Úkraínu. Ef Ísland gerir jafntefli við Aserbaísjan og Úkraína vinnur Frakkland: Þá yrðu möguleikar Íslands úr sögunni. Ef Ísland gerir jafntefli við Aserbaísjan og Úkraína vinnur ekki Frakkland: Þá þyrfti Ísland að vinna Úkraínu til að ná 2. sæti. Ef Ísland tapar fyrir Aserbaísjan og Úkraína tapar ekki gegn Frakklandi: Þá yrðu möguleikar Íslands úr sögunni. Ef Ísland tapar fyrir Aserbaísjan og Úkraína tapar gegn Frakklandi: Þá þarf Ísland sigur gegn Úkraínu til að ná 2. sæti. Aserar ættu fræðilega von um að blanda sér í baráttuna en eru með skelfilega markatölu. Það bíður svo vonandi betri tíma að velta því fyrir sér hvernig umspilið í mars mun líta út en þar þarf að slá út tvo andstæðinga til að komast á HM.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. 13. október 2025 21:13 X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13. október 2025 20:58 Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. 13. október 2025 19:41 „Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. 13. október 2025 21:37 „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Daníel Leó Grétarsson stóð í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Frakklandi í kvöld. Lokatölur 2-2 og Daníel var að vonum sáttur í leikslok. 13. október 2025 22:11 Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn. 13. október 2025 23:02 „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna. 13. október 2025 22:26 „Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 13. október 2025 20:55 „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn. 13. október 2025 21:39 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. 13. október 2025 21:13
X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13. október 2025 20:58
Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. 13. október 2025 19:41
„Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. 13. október 2025 21:37
„Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Daníel Leó Grétarsson stóð í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Frakklandi í kvöld. Lokatölur 2-2 og Daníel var að vonum sáttur í leikslok. 13. október 2025 22:11
Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn. 13. október 2025 23:02
„Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna. 13. október 2025 22:26
„Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 13. október 2025 20:55
„Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn. 13. október 2025 21:39