Lífið

Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnar­nesi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þórarinn Arnar fær húsið afhent á morgun.
Þórarinn Arnar fær húsið afhent á morgun.

Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Re/Max, hefur fest kaup á glæsihöll Antons Kristins Þórarinssonar, sem kallaður er Toni, við Haukanes í Garðabæ. Kaupverðið nam 484 milljónum króna.

Kaupsamningur var undirritaður þann 29. september síðastliðinn. Þórarinn fær húsið afhent á morgun, þann 15. október, á byggingarstigi tvö.

Anton setti húsið fyrst á sölu fyrir tveimur árum síðan, og síðan aftur í janúar í fyrra.

Glæsihús við sjávarsíðuna

Húsið er teiknað af Kristni Ragnarssyni arkitekt hjá KRark. Eignin telur 621 fermetra og er á tveimur hæðum, byggð árið 2023. Á efri hæðinni er meðal annars að finna bílskúr, fataherbergi, hjónasvítu, sjónvarpshol og stóra skrifstofu.

Á neðri hæðinni er síðan að finna tvö svefnherbergi, stóra geymslu, stórt opið afþreyingarrými, tæknirými auk herbergja sem eru hugsuð sem kvikmyndaherbergi og leikherbergi. Jafnframt kemur fram að af neðri hæðinni sé útgengt út á lóðina og niður í fjöru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.