Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar 15. október 2025 21:30 Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar