Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2025 07:44 Andrés, Giuffre og Ghislaine Maxwell. Epstein tók myndina. Virginia Roberts Giuffre heitin, sem lést fyrr á árinu, lýsir því í nýrri bók hvernig það kom til að hún festist í vef athafna- og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Þá greinir hún frá kynnum sínum af Andrési Bretaprins og brotum hans gegn henni. Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira