Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2025 07:44 Andrés, Giuffre og Ghislaine Maxwell. Epstein tók myndina. Virginia Roberts Giuffre heitin, sem lést fyrr á árinu, lýsir því í nýrri bók hvernig það kom til að hún festist í vef athafna- og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Þá greinir hún frá kynnum sínum af Andrési Bretaprins og brotum hans gegn henni. Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira