Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar 16. október 2025 17:01 Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar