Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 23:02 Gennaro Gattuso hefur tekið til hjá ítalska landsliðinu og stýrt liðnu til sigurs í fjórum leikjum í röð. Getty/Emmanuele Ciancaglini Þjálfari ítalska fótboltalandsliðsins hótar því að fara í útlegð frá sínu eigin landi ef landsliðið hans kemst ekki á þriðja heimsmeistaramótið í röð. Gennaro Gattuso hefur verið þjálfari ítalska landsliðsins frá því í júní en hann varð sjálfur heimsmeistari með liðinu sem leikmaður árið 2006. Eftir erfiða byrjun á undankeppninni þá hefur Gattuso hjálpað til við að endurvekja vonir þeirra um að komast á mótið á næsta ári sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 3-0 sigurinn á Ísrael á þriðjudag var fjórði sigur Ítalíu í röð undir stjórn Gattuso og tryggði liðinu sæti í umspili um laust sæti á HM 2026. „Ég mun taka heiðurinn ef mér tekst að ná markmiðinu, annars fer ég og bý langt í burtu frá Ítalíu,“ sagði Gattuso. „Ég er nú þegar svolítið langt í burtu [býr í Marbella á Spáni] en ég mun fara enn lengra. Þetta eru afleiðingarnar, ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Gattuso. Ítalía er þremur stigum á eftir Noregi, sem er í efsta sæti I-riðils. Azzurri spila við Moldóvu 13. nóvember og taka á móti Noregi þremur dögum síðar í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Þrátt fyrir þá pressu sem fylgir því að þjálfa fjórfalda heimsmeistara sagði Gattuso að það væri heiður að vera í þessari stöðu. „Ég hef sagt það áður, það er draumur að vera hér og það er satt,“ sagði Gattuso. „Það voru menn með meiri reynslu en ég og þess vegna tók ég þessu kalli með mikilli ábyrgð. Ég verð að þakka knattspyrnusambandinu, forseta þess [Gabriele Gravina] og sendinefndarstjóra Ítalíu, Gianluigi Buffon. Ég bjóst ekki við að leiða liðið til sextán marka, en heiðurinn er leikmannanna. Ég á lítinn heiður skilinn.“ sagði Gattuso. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut. Já, við leggjum mikið á okkur og sofum lítið, en við gerum þetta líka vegna þess að þegar sigrarnir koma er tilfinningin mjög góð,“ sagði Gattuso. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) HM 2026 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjá meira
Gennaro Gattuso hefur verið þjálfari ítalska landsliðsins frá því í júní en hann varð sjálfur heimsmeistari með liðinu sem leikmaður árið 2006. Eftir erfiða byrjun á undankeppninni þá hefur Gattuso hjálpað til við að endurvekja vonir þeirra um að komast á mótið á næsta ári sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 3-0 sigurinn á Ísrael á þriðjudag var fjórði sigur Ítalíu í röð undir stjórn Gattuso og tryggði liðinu sæti í umspili um laust sæti á HM 2026. „Ég mun taka heiðurinn ef mér tekst að ná markmiðinu, annars fer ég og bý langt í burtu frá Ítalíu,“ sagði Gattuso. „Ég er nú þegar svolítið langt í burtu [býr í Marbella á Spáni] en ég mun fara enn lengra. Þetta eru afleiðingarnar, ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Gattuso. Ítalía er þremur stigum á eftir Noregi, sem er í efsta sæti I-riðils. Azzurri spila við Moldóvu 13. nóvember og taka á móti Noregi þremur dögum síðar í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Þrátt fyrir þá pressu sem fylgir því að þjálfa fjórfalda heimsmeistara sagði Gattuso að það væri heiður að vera í þessari stöðu. „Ég hef sagt það áður, það er draumur að vera hér og það er satt,“ sagði Gattuso. „Það voru menn með meiri reynslu en ég og þess vegna tók ég þessu kalli með mikilli ábyrgð. Ég verð að þakka knattspyrnusambandinu, forseta þess [Gabriele Gravina] og sendinefndarstjóra Ítalíu, Gianluigi Buffon. Ég bjóst ekki við að leiða liðið til sextán marka, en heiðurinn er leikmannanna. Ég á lítinn heiður skilinn.“ sagði Gattuso. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut. Já, við leggjum mikið á okkur og sofum lítið, en við gerum þetta líka vegna þess að þegar sigrarnir koma er tilfinningin mjög góð,“ sagði Gattuso. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
HM 2026 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjá meira