Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 23:31 Jonjo Shelvey með eiginkonu sinni og tveimur af börnum þeirra þegar hann var leikmaður Liverpool. Getty/John Powell Fyrrum leikmaður Liverpool er nú að spila í C-deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og fullvissar alla um það í nýju viðtali að hann sé ekki kominn til Dúbaí vegna peninganna. Jonjo Shelvey spilaði 278 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Newcastle United, Liverpool, Swansea City og Nottingham Forest. Breska ríkisútvarpið elti Shelvey upp til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem hann var að spila sinn síðasta leik fyrir kannski 75 áhorfendur. Nýverið fór myndband á flug á netinu þar sem Shelvey sést klikka á vítaspyrnu. Jonjo Shelvey says he doesn’t want his children growing up in England, and would “never wear a watch” in LondonThe former Newcastle midfielder has started a new life in Dubai after leaving English football behind, find out more about it ⤵️https://t.co/gZRXsA8EUd pic.twitter.com/u5J0BbbFcq— Telegraph Football (@TeleFootball) October 16, 2025 Miðjumaðurinn fullyrti þó að honum væri „alveg sama“ eftir að myndskeið af spyrnunni sem hann klúðraði á Jebel Ali Shooting Club fékk milljón áhorf á samfélagsmiðlum. Truflar mig ekki „Það truflar mig ekki,“ sagði hann. „Ég hef síðan séð nokkur ummæli eins og „hann fór þangað fyrir peninga“. Ég hugsa með mér: „Hvaða peninga? Það eru engir peningar í annarri deild SAF,“ sagði Shelvey. „Hérna eru meðallaun fótboltamanns um tvö þúsund pund á mánuði. Miðað við það sem ég hef þénað á ferlinum er það ekki neitt. Bróðir minn þénar meira við að vinna á hóteli í London, svo það var aldrei út af peningunum sem ég kom hingað,“ sagði Shelvey. Hvernig gerðist þetta? Tvö þúsund pund eru um 327 þúsund íslenskar krónur. En hvers vegna endaði Shelvey á því að spila í þriðju efstu deild í SAF? Eftir misheppnaða reynslu hjá Hull City meiddist samningslausi leikmaðurinn aftan í læri sem flækti möguleika hans á að tryggja sér samning yfir sumarið. Harry Agombar, stjóri Arabian Falcons, hafði samband og bað æskuvin sinn um að flytja til Dúbaí til að hjálpa við að „byggja upp félagið“. Byrjaði upp á nýtt Þrátt fyrir að fjölskylda Shelveys hefði lengi verið búsett í Tyneside, jafnvel eftir að hann yfirgaf Newcastle árið 2023, sá þriggja barna faðirinn þetta sem tækifæri til að „byrja upp á nýtt“. Jonjo Shelvey has responded to claims around his move to UAE 🗣💬 pic.twitter.com/IJQt89xMmW— Match of the Day (@BBCMOTD) October 16, 2025 „Ég er búinn að eiga minn tíma. Ég er ánægður og sáttur. Ég er bara kominn á þann stað núna að ég vil njóta fótboltans. Þetta snýst um að vakna, njóta þess sem ég geri og eyða tíma með fjölskyldunni,“ sagði Shelvey. „Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég ekki að börnin mín alist upp í Englandi lengur. Við erum mjög heppin að hafa búið í góðum hluta Bretlands en þar sem ég er upphaflega frá getur maður ekki átt flotta hluti að mínu mati. Ég myndi aldrei ganga með úr í London lengur. Maður getur ekki verið með símann sinn á lofti í London, að mínu mati,“ sagði Shelvey. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Jonjo Shelvey spilaði 278 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Newcastle United, Liverpool, Swansea City og Nottingham Forest. Breska ríkisútvarpið elti Shelvey upp til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem hann var að spila sinn síðasta leik fyrir kannski 75 áhorfendur. Nýverið fór myndband á flug á netinu þar sem Shelvey sést klikka á vítaspyrnu. Jonjo Shelvey says he doesn’t want his children growing up in England, and would “never wear a watch” in LondonThe former Newcastle midfielder has started a new life in Dubai after leaving English football behind, find out more about it ⤵️https://t.co/gZRXsA8EUd pic.twitter.com/u5J0BbbFcq— Telegraph Football (@TeleFootball) October 16, 2025 Miðjumaðurinn fullyrti þó að honum væri „alveg sama“ eftir að myndskeið af spyrnunni sem hann klúðraði á Jebel Ali Shooting Club fékk milljón áhorf á samfélagsmiðlum. Truflar mig ekki „Það truflar mig ekki,“ sagði hann. „Ég hef síðan séð nokkur ummæli eins og „hann fór þangað fyrir peninga“. Ég hugsa með mér: „Hvaða peninga? Það eru engir peningar í annarri deild SAF,“ sagði Shelvey. „Hérna eru meðallaun fótboltamanns um tvö þúsund pund á mánuði. Miðað við það sem ég hef þénað á ferlinum er það ekki neitt. Bróðir minn þénar meira við að vinna á hóteli í London, svo það var aldrei út af peningunum sem ég kom hingað,“ sagði Shelvey. Hvernig gerðist þetta? Tvö þúsund pund eru um 327 þúsund íslenskar krónur. En hvers vegna endaði Shelvey á því að spila í þriðju efstu deild í SAF? Eftir misheppnaða reynslu hjá Hull City meiddist samningslausi leikmaðurinn aftan í læri sem flækti möguleika hans á að tryggja sér samning yfir sumarið. Harry Agombar, stjóri Arabian Falcons, hafði samband og bað æskuvin sinn um að flytja til Dúbaí til að hjálpa við að „byggja upp félagið“. Byrjaði upp á nýtt Þrátt fyrir að fjölskylda Shelveys hefði lengi verið búsett í Tyneside, jafnvel eftir að hann yfirgaf Newcastle árið 2023, sá þriggja barna faðirinn þetta sem tækifæri til að „byrja upp á nýtt“. Jonjo Shelvey has responded to claims around his move to UAE 🗣💬 pic.twitter.com/IJQt89xMmW— Match of the Day (@BBCMOTD) October 16, 2025 „Ég er búinn að eiga minn tíma. Ég er ánægður og sáttur. Ég er bara kominn á þann stað núna að ég vil njóta fótboltans. Þetta snýst um að vakna, njóta þess sem ég geri og eyða tíma með fjölskyldunni,“ sagði Shelvey. „Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég ekki að börnin mín alist upp í Englandi lengur. Við erum mjög heppin að hafa búið í góðum hluta Bretlands en þar sem ég er upphaflega frá getur maður ekki átt flotta hluti að mínu mati. Ég myndi aldrei ganga með úr í London lengur. Maður getur ekki verið með símann sinn á lofti í London, að mínu mati,“ sagði Shelvey. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira