Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 13:02 Frá Kipnuk í Alaska þar sem sjór gekk langt upp á land. AP/Þjóðavarðlið Alaska Rúmlega þúsund manns hafa verið og verða flutt á brott frá bæjum og þorpum í Alaska eftir að öflugt óveður lék svæðið grátt á undanförnum dögum. Um er að ræða einhverja umfangsmestu brottflutninga í sögu Alaska en fjölmörg hús eyðilögðust í óveðrinu og mörg þeirra enduðu út á hafi. Í einhverjum tilfellum var enn fólk í húsunum en að minnsta kosti einn er látinn og tveggja er saknað. The remnants of Typhoon Halong have devastated parts of Western Alaska, with Kipnuk, Kwigillingok, Bethel, Kotzebue, and Nome among the hardest hit. Homes were swept away, many were displaced, and rescue efforts are ongoing.@RedCrossAK volunteers are on the ground helping those… pic.twitter.com/Fk4e0UR8Fs— American Red Cross (@RedCross) October 15, 2025 Neyðarskýli sem opnuð voru fylltust mjög hratt en mörg af umræddum samfélögum eru eingöngu aðgengileg úr lofti eða yfir sjó. Því hefur verið brugðið á það ráð að flytja rúmlega þúsund manns frá þorpunum Kipnuk og Kwigillingok. Á því svæði hækkaði sjávarstaða um að minnsta kosti sex metra, samkvæmt frétt CNN. Um sjö hundruð manns bjuggu í Kipnuk en um 120 heimili eru sögð hafa eyðilagst þar. Vitað er til þess að á fjórða tug heimila ráku á brott í Kwigillingok. Mörg heimili eru sögð í svo slæmu ásigkomulagi að ekki sé hægt að búa í þeim og þar sem stutt er í veturinn er sömuleiðis ólíklegt að hægt sé að laga mörg þeirra í bili. Þar að auki skemmdist mikið af matvælum sem íbúar höfðu safnað sér og átti að koma þeim gegnum veturinn. Var því ákveðið að flytja fólk á brott. AP fréttaveitan segir embættismenn vinna með Rauða krossinum að því að koma öllu fólkinu í skjól. En búist er við því að brottflutningarnir muni standa yfir næstu daga. Íbúar segjast í samtali við fréttaveituna staðráðnir í að endurbyggja heimili sín og bæi. „Í okkar þorpi, segjum við að við ekkert geti brotið okkur á bak aftur. Við búum yfir styrk og stolti innfæddra. Þetta er það erfiðasta sem við höfum gengið gegnum,“ sagði Alexie Stone. „Ef við þurfum að byrja upp á nýtt, þá þurfum við að byrja upp á nýtt.“ Frá bænum Kotzebue.AP/Yfirvöld í Alaska Sjór gekk víða langt inn á land.AP/Yfirvöld í Alaska Bandaríkin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Í einhverjum tilfellum var enn fólk í húsunum en að minnsta kosti einn er látinn og tveggja er saknað. The remnants of Typhoon Halong have devastated parts of Western Alaska, with Kipnuk, Kwigillingok, Bethel, Kotzebue, and Nome among the hardest hit. Homes were swept away, many were displaced, and rescue efforts are ongoing.@RedCrossAK volunteers are on the ground helping those… pic.twitter.com/Fk4e0UR8Fs— American Red Cross (@RedCross) October 15, 2025 Neyðarskýli sem opnuð voru fylltust mjög hratt en mörg af umræddum samfélögum eru eingöngu aðgengileg úr lofti eða yfir sjó. Því hefur verið brugðið á það ráð að flytja rúmlega þúsund manns frá þorpunum Kipnuk og Kwigillingok. Á því svæði hækkaði sjávarstaða um að minnsta kosti sex metra, samkvæmt frétt CNN. Um sjö hundruð manns bjuggu í Kipnuk en um 120 heimili eru sögð hafa eyðilagst þar. Vitað er til þess að á fjórða tug heimila ráku á brott í Kwigillingok. Mörg heimili eru sögð í svo slæmu ásigkomulagi að ekki sé hægt að búa í þeim og þar sem stutt er í veturinn er sömuleiðis ólíklegt að hægt sé að laga mörg þeirra í bili. Þar að auki skemmdist mikið af matvælum sem íbúar höfðu safnað sér og átti að koma þeim gegnum veturinn. Var því ákveðið að flytja fólk á brott. AP fréttaveitan segir embættismenn vinna með Rauða krossinum að því að koma öllu fólkinu í skjól. En búist er við því að brottflutningarnir muni standa yfir næstu daga. Íbúar segjast í samtali við fréttaveituna staðráðnir í að endurbyggja heimili sín og bæi. „Í okkar þorpi, segjum við að við ekkert geti brotið okkur á bak aftur. Við búum yfir styrk og stolti innfæddra. Þetta er það erfiðasta sem við höfum gengið gegnum,“ sagði Alexie Stone. „Ef við þurfum að byrja upp á nýtt, þá þurfum við að byrja upp á nýtt.“ Frá bænum Kotzebue.AP/Yfirvöld í Alaska Sjór gekk víða langt inn á land.AP/Yfirvöld í Alaska
Bandaríkin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira