Bubbi sendir út neyðarkall Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2025 23:37 Bubbi Morthens segir tungumálið hafa gert sig ríkan. Vísir/Lýður Valberg Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendir út neyðarkall og gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki gætt nógu vel að íslenskunni. Hún sé nú komin í ræsið og hann óttist að tungumálið verði ekki svipur hjá sjón eftir aðeins nokkra áratugi. Bubbi á börn á grunn- og menntaskólaaldri og hefur áhyggjur af stöðu skólakerfisins. „Þetta eru hamfarir. Það er það sem ég tek eftir hvað tungumálið við kemur.“ Dóttir hans á menntaskólaaldri og vinir hennar kannist ekkert við íslenska rithöfunda á borð við Halldór Kiljan Laxness, Hallgrím Helgason, Guðmund Andra Thorsson eða Einar Kárason. Þá sé enn átakanlegra að vita til þess að þau lesi nánast einungis bækur á ensku. Bubbi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og segir nú sé stóran hluta aðkomufólks á Íslandi sem tali ekki íslensku. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið tekið á móti fólki með betri hætti að því verið komið í íslenskukennslu. Það sé bráðnauðsynlegt. Ekki skólanum að kenna „Svo eru það börnin okkar og við getum ekki kennt skólanum um vegna þess að það eru ráðherrarnir, það er Alþingi, þeir eru með völdin. Það eru þeir sem leggja línurnar, það eru þeir sem ákveða hvernig skólakerfið er og svo framvegis,“ segir Bubbi. Bækurnar og tungumálið séu í harðri samkeppni við símann um tíma og athygli. „Ef það er svo að ráðamenn þjóðarinnar gera sér ekki grein fyrir því þá eiga þeir ekki vera í þessum störfum. Þeir eru óhæfir. Það er bara einfalt mál vegna þess að ef við töpum tungunni þá töpum við því sem við köllum þjóð.“ Óttast hann að Íslendingar muni eftir tuttugu til þrjátíu ár tala bjagaða, útþynnta íslensku þar sem enskan sé meira og minna búin að taka yfir. Í dag sé enska töluð í miðborginni, hringinn í kringum landið, og inn á stöðum sem séu margir með nöfn á ensku. Að renna út á tíma „Ég bara er að senda S-O-S, neyðarkall til íslensku ríkisstjórnarinnar og þeirra ágætu kvenna sem fara þar með völd og flokka og stjórnarandstöðu. Að stjórnarandstaðan og ríkisstjórnarflokkarnir setjist saman og geri sér grein fyrir því að við erum að renna út á tíma.“ Hér megi alls ekki hika. „Við erum að tapa slagnum um það að íslenskan verði í rauninni töluð hérna eftir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu ár. Við erum að tapa því stríði núna.“ „Sem foreldrar þurfum við að taka ákvörðun. Við þurfum að taka ákvörðun sem er svona: Þetta er slagur, bæði með símann og það er slagur með það að fá börn til að lesa íslensku en það byrjar þegar börn hafa ekki getuna til að berjast við foreldrana.“ Hann hafi sjálfur lesið heilmikið fyrir sín börn frá unga aldri. Bubbi sjálfur sagður ótalandi „Tungumálið hefur gert mig ríkan. Andlega ríkan, veraldlega ríkan. Tungumálið hefur í rauninni verið minn vettvangur og við megum ekki gleyma því að þegar ég byrjaði þá var bara sagt: „Bubbi er ekki talandi á íslensku, hann er skrifblindur, getur ekki skrifað, hann getur ekki þetta, hann getur ekki hitt.“ Ég held sko ef við skoðum fjörutíu og fimm ára feril minn sem hefur eingöngu átt sér stað þannig að ég hef sungið á íslensku þá held ég að ég hafi haft meiri áhrif í þjóðfélaginu en blessaðir kennararnir sem voru að taka mig og smætta mig niður. Svo megum við ekki gleyma því að það er líka þessi hugsun að ef þú getur ekki talað rétt mál þá skaltu halda kjafti. Málið er bara að ef þú talar íslensku og við skiljum hana og ef þú getur lesið íslensku þannig að þú skilur hana, við erum ekkert að biðja um meira.“ „Ég er ekki að tala um að þú talir í ljóðstöfum og stuðlum sko, ekkert svoleiðis. Málið er það að birkið er íslensk jurt og birkið er oft kræklótt og smátt miðað við öll hin stóru trén, grenitrén og allt þetta en það lyktar og ilmar best allra plantna og íslenskan er dálítið eins og birkið,“ sagði Bubbi að lokum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Íslensk tunga Reykjavík síðdegis Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Bubbi á börn á grunn- og menntaskólaaldri og hefur áhyggjur af stöðu skólakerfisins. „Þetta eru hamfarir. Það er það sem ég tek eftir hvað tungumálið við kemur.“ Dóttir hans á menntaskólaaldri og vinir hennar kannist ekkert við íslenska rithöfunda á borð við Halldór Kiljan Laxness, Hallgrím Helgason, Guðmund Andra Thorsson eða Einar Kárason. Þá sé enn átakanlegra að vita til þess að þau lesi nánast einungis bækur á ensku. Bubbi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og segir nú sé stóran hluta aðkomufólks á Íslandi sem tali ekki íslensku. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið tekið á móti fólki með betri hætti að því verið komið í íslenskukennslu. Það sé bráðnauðsynlegt. Ekki skólanum að kenna „Svo eru það börnin okkar og við getum ekki kennt skólanum um vegna þess að það eru ráðherrarnir, það er Alþingi, þeir eru með völdin. Það eru þeir sem leggja línurnar, það eru þeir sem ákveða hvernig skólakerfið er og svo framvegis,“ segir Bubbi. Bækurnar og tungumálið séu í harðri samkeppni við símann um tíma og athygli. „Ef það er svo að ráðamenn þjóðarinnar gera sér ekki grein fyrir því þá eiga þeir ekki vera í þessum störfum. Þeir eru óhæfir. Það er bara einfalt mál vegna þess að ef við töpum tungunni þá töpum við því sem við köllum þjóð.“ Óttast hann að Íslendingar muni eftir tuttugu til þrjátíu ár tala bjagaða, útþynnta íslensku þar sem enskan sé meira og minna búin að taka yfir. Í dag sé enska töluð í miðborginni, hringinn í kringum landið, og inn á stöðum sem séu margir með nöfn á ensku. Að renna út á tíma „Ég bara er að senda S-O-S, neyðarkall til íslensku ríkisstjórnarinnar og þeirra ágætu kvenna sem fara þar með völd og flokka og stjórnarandstöðu. Að stjórnarandstaðan og ríkisstjórnarflokkarnir setjist saman og geri sér grein fyrir því að við erum að renna út á tíma.“ Hér megi alls ekki hika. „Við erum að tapa slagnum um það að íslenskan verði í rauninni töluð hérna eftir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu ár. Við erum að tapa því stríði núna.“ „Sem foreldrar þurfum við að taka ákvörðun. Við þurfum að taka ákvörðun sem er svona: Þetta er slagur, bæði með símann og það er slagur með það að fá börn til að lesa íslensku en það byrjar þegar börn hafa ekki getuna til að berjast við foreldrana.“ Hann hafi sjálfur lesið heilmikið fyrir sín börn frá unga aldri. Bubbi sjálfur sagður ótalandi „Tungumálið hefur gert mig ríkan. Andlega ríkan, veraldlega ríkan. Tungumálið hefur í rauninni verið minn vettvangur og við megum ekki gleyma því að þegar ég byrjaði þá var bara sagt: „Bubbi er ekki talandi á íslensku, hann er skrifblindur, getur ekki skrifað, hann getur ekki þetta, hann getur ekki hitt.“ Ég held sko ef við skoðum fjörutíu og fimm ára feril minn sem hefur eingöngu átt sér stað þannig að ég hef sungið á íslensku þá held ég að ég hafi haft meiri áhrif í þjóðfélaginu en blessaðir kennararnir sem voru að taka mig og smætta mig niður. Svo megum við ekki gleyma því að það er líka þessi hugsun að ef þú getur ekki talað rétt mál þá skaltu halda kjafti. Málið er bara að ef þú talar íslensku og við skiljum hana og ef þú getur lesið íslensku þannig að þú skilur hana, við erum ekkert að biðja um meira.“ „Ég er ekki að tala um að þú talir í ljóðstöfum og stuðlum sko, ekkert svoleiðis. Málið er það að birkið er íslensk jurt og birkið er oft kræklótt og smátt miðað við öll hin stóru trén, grenitrén og allt þetta en það lyktar og ilmar best allra plantna og íslenskan er dálítið eins og birkið,“ sagði Bubbi að lokum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Íslensk tunga Reykjavík síðdegis Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira