Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar 18. október 2025 15:01 Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum. Hér á Íslandi er reksturinn enn erfiðari. Við erum fámenn þjóð og miklu minni markaður, veðurfar er ófyrirsjáanlegra og eldgos eru tíð. Það er því ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt farþegaflugfélag. Á sama tíma erum við sem eyþjóð miklu háðari öflugum flugsamgöngum og eigum allt undir því að tengja Ísland við umheiminn. Við Íslendingar verðum því að vinna saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög – ekki öfugt. Verkfall flugumferðarstjóra sem nú er boðað beinist fyrst og fremst að Icelandair, en afleiðingarnar munu ná langt út fyrir okkar fyrirtæki. Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn. Við bætist að krónan er gríðarlega sterk um þessar mundir, sem gerir rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á. Ef við viljum tryggja framtíð íslensks flugrekstrar, verðum við að styrkja rekstrargrundvöllinn, ekki veikja hann. Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni. Það segir sig sjálft að slíkt er ekki boðlegt ár eftir ár. Það verður að leysa þessa deilu á skynsamlegum nótum en á sama tíma verða stjórnvöld og vinnumarkaðurinn að horfa til lengri tíma. Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Bogi Nils Bogason Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum. Hér á Íslandi er reksturinn enn erfiðari. Við erum fámenn þjóð og miklu minni markaður, veðurfar er ófyrirsjáanlegra og eldgos eru tíð. Það er því ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt farþegaflugfélag. Á sama tíma erum við sem eyþjóð miklu háðari öflugum flugsamgöngum og eigum allt undir því að tengja Ísland við umheiminn. Við Íslendingar verðum því að vinna saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög – ekki öfugt. Verkfall flugumferðarstjóra sem nú er boðað beinist fyrst og fremst að Icelandair, en afleiðingarnar munu ná langt út fyrir okkar fyrirtæki. Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn. Við bætist að krónan er gríðarlega sterk um þessar mundir, sem gerir rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á. Ef við viljum tryggja framtíð íslensks flugrekstrar, verðum við að styrkja rekstrargrundvöllinn, ekki veikja hann. Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni. Það segir sig sjálft að slíkt er ekki boðlegt ár eftir ár. Það verður að leysa þessa deilu á skynsamlegum nótum en á sama tíma verða stjórnvöld og vinnumarkaðurinn að horfa til lengri tíma. Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun