Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar 19. október 2025 14:00 Á himninum hrannast upp óveðursskýin og íþróttahreyfingin gerir hvað hún getur til að benda yfirvöldum landsins, ríki og sveitarfélögum á það hvað er að gerast. Eins og oft áður þá gengur hægt að fá athygli frá þessum aðilum, hvað þá aðgerðir. Umhverfi okkar sem störfum í hreyfingunni hefur sjaldan verið erfiðara. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar á því að skipuleggja íþróttastarf fyrir börn og unglinga, félagsstarf ofl. Því leggjum við áherslu á það að vera með vel menntaða þjálfara, fagmenntað starfsfólk og viðbragðsáætlanir til taks ef eitthvað út af ber. Til að tryggja það að allir geti tekið þátt er síðan reynt að hafa æfinga og þátttökugjöld ekki of há svo þau komi ekki í veg fyrir þátttöku, þrátt fyrir að þau þá dugi ekki fyrir þeim kostnaði. Hvað er þá til ráða? Jú, hækka æfinga- og þátttökugjöld svo þau dugi fyrir rekstri, barna og unglingastarfsins, fjáraflanir eða sækjast eftir stuðning yfirvalda, sem á tillidögum, mæra starf hreyfingarinnar og nauðsyn hennar, fyrir æsku landsins. Dæmi eru um að innheimt æfingagjöld hjá sumum félögum dugi aðeins fyrir 60-70% af kostnaði við þjálfun, barna og unglinga. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að breytast. Fjáraflanir íþróttafélaga, eingöngu til að halda daglegu starfi gangandi er ekki boðlegt og enginn fæst til að taka þátt í því. Sífellt erfiðara er að fá fólk til sjálfboðaliðastarfs og dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunar verkefnum s.s mótahaldi hjá félögum, til lækkunar æfingagjalda. Hér hef ég eingöngu horft á barna og unglingastarf, en ef við horfum á meistaraflokkastarf, þá er myndin allt önnur og mun verri. En það starf er jafn nauðsynlegt og framhald af barna og unglingastarfinu og markmið margra að komst þangað og síðan í landslið eða atvinnumennsku erlendis. Staðan er sú að við í íþróttahreyfingunni ítrekum ósk okkar um að yfirvöld taki alvarlega það sem við erurm að benda á og taki við okkur samtalið um umhverfi hreyfingarinnar, skattamál, fjármál, lagaumhverfi, fjárframlög ofl. Ef ekkert verður að gert þá kemur að því að mörg íþróttafélög hætta starfsemi, skella í lás og bjóða sveitarfélögunum að taka við þessu starfi, því áfram verður gerð krafa um að íþróttastarf verði í boði í nærumhverfinu. Höfundur er formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Sjá meira
Á himninum hrannast upp óveðursskýin og íþróttahreyfingin gerir hvað hún getur til að benda yfirvöldum landsins, ríki og sveitarfélögum á það hvað er að gerast. Eins og oft áður þá gengur hægt að fá athygli frá þessum aðilum, hvað þá aðgerðir. Umhverfi okkar sem störfum í hreyfingunni hefur sjaldan verið erfiðara. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar á því að skipuleggja íþróttastarf fyrir börn og unglinga, félagsstarf ofl. Því leggjum við áherslu á það að vera með vel menntaða þjálfara, fagmenntað starfsfólk og viðbragðsáætlanir til taks ef eitthvað út af ber. Til að tryggja það að allir geti tekið þátt er síðan reynt að hafa æfinga og þátttökugjöld ekki of há svo þau komi ekki í veg fyrir þátttöku, þrátt fyrir að þau þá dugi ekki fyrir þeim kostnaði. Hvað er þá til ráða? Jú, hækka æfinga- og þátttökugjöld svo þau dugi fyrir rekstri, barna og unglingastarfsins, fjáraflanir eða sækjast eftir stuðning yfirvalda, sem á tillidögum, mæra starf hreyfingarinnar og nauðsyn hennar, fyrir æsku landsins. Dæmi eru um að innheimt æfingagjöld hjá sumum félögum dugi aðeins fyrir 60-70% af kostnaði við þjálfun, barna og unglinga. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að breytast. Fjáraflanir íþróttafélaga, eingöngu til að halda daglegu starfi gangandi er ekki boðlegt og enginn fæst til að taka þátt í því. Sífellt erfiðara er að fá fólk til sjálfboðaliðastarfs og dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunar verkefnum s.s mótahaldi hjá félögum, til lækkunar æfingagjalda. Hér hef ég eingöngu horft á barna og unglingastarf, en ef við horfum á meistaraflokkastarf, þá er myndin allt önnur og mun verri. En það starf er jafn nauðsynlegt og framhald af barna og unglingastarfinu og markmið margra að komst þangað og síðan í landslið eða atvinnumennsku erlendis. Staðan er sú að við í íþróttahreyfingunni ítrekum ósk okkar um að yfirvöld taki alvarlega það sem við erurm að benda á og taki við okkur samtalið um umhverfi hreyfingarinnar, skattamál, fjármál, lagaumhverfi, fjárframlög ofl. Ef ekkert verður að gert þá kemur að því að mörg íþróttafélög hætta starfsemi, skella í lás og bjóða sveitarfélögunum að taka við þessu starfi, því áfram verður gerð krafa um að íþróttastarf verði í boði í nærumhverfinu. Höfundur er formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun