Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar 19. október 2025 14:00 Á himninum hrannast upp óveðursskýin og íþróttahreyfingin gerir hvað hún getur til að benda yfirvöldum landsins, ríki og sveitarfélögum á það hvað er að gerast. Eins og oft áður þá gengur hægt að fá athygli frá þessum aðilum, hvað þá aðgerðir. Umhverfi okkar sem störfum í hreyfingunni hefur sjaldan verið erfiðara. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar á því að skipuleggja íþróttastarf fyrir börn og unglinga, félagsstarf ofl. Því leggjum við áherslu á það að vera með vel menntaða þjálfara, fagmenntað starfsfólk og viðbragðsáætlanir til taks ef eitthvað út af ber. Til að tryggja það að allir geti tekið þátt er síðan reynt að hafa æfinga og þátttökugjöld ekki of há svo þau komi ekki í veg fyrir þátttöku, þrátt fyrir að þau þá dugi ekki fyrir þeim kostnaði. Hvað er þá til ráða? Jú, hækka æfinga- og þátttökugjöld svo þau dugi fyrir rekstri, barna og unglingastarfsins, fjáraflanir eða sækjast eftir stuðning yfirvalda, sem á tillidögum, mæra starf hreyfingarinnar og nauðsyn hennar, fyrir æsku landsins. Dæmi eru um að innheimt æfingagjöld hjá sumum félögum dugi aðeins fyrir 60-70% af kostnaði við þjálfun, barna og unglinga. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að breytast. Fjáraflanir íþróttafélaga, eingöngu til að halda daglegu starfi gangandi er ekki boðlegt og enginn fæst til að taka þátt í því. Sífellt erfiðara er að fá fólk til sjálfboðaliðastarfs og dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunar verkefnum s.s mótahaldi hjá félögum, til lækkunar æfingagjalda. Hér hef ég eingöngu horft á barna og unglingastarf, en ef við horfum á meistaraflokkastarf, þá er myndin allt önnur og mun verri. En það starf er jafn nauðsynlegt og framhald af barna og unglingastarfinu og markmið margra að komst þangað og síðan í landslið eða atvinnumennsku erlendis. Staðan er sú að við í íþróttahreyfingunni ítrekum ósk okkar um að yfirvöld taki alvarlega það sem við erurm að benda á og taki við okkur samtalið um umhverfi hreyfingarinnar, skattamál, fjármál, lagaumhverfi, fjárframlög ofl. Ef ekkert verður að gert þá kemur að því að mörg íþróttafélög hætta starfsemi, skella í lás og bjóða sveitarfélögunum að taka við þessu starfi, því áfram verður gerð krafa um að íþróttastarf verði í boði í nærumhverfinu. Höfundur er formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á himninum hrannast upp óveðursskýin og íþróttahreyfingin gerir hvað hún getur til að benda yfirvöldum landsins, ríki og sveitarfélögum á það hvað er að gerast. Eins og oft áður þá gengur hægt að fá athygli frá þessum aðilum, hvað þá aðgerðir. Umhverfi okkar sem störfum í hreyfingunni hefur sjaldan verið erfiðara. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar á því að skipuleggja íþróttastarf fyrir börn og unglinga, félagsstarf ofl. Því leggjum við áherslu á það að vera með vel menntaða þjálfara, fagmenntað starfsfólk og viðbragðsáætlanir til taks ef eitthvað út af ber. Til að tryggja það að allir geti tekið þátt er síðan reynt að hafa æfinga og þátttökugjöld ekki of há svo þau komi ekki í veg fyrir þátttöku, þrátt fyrir að þau þá dugi ekki fyrir þeim kostnaði. Hvað er þá til ráða? Jú, hækka æfinga- og þátttökugjöld svo þau dugi fyrir rekstri, barna og unglingastarfsins, fjáraflanir eða sækjast eftir stuðning yfirvalda, sem á tillidögum, mæra starf hreyfingarinnar og nauðsyn hennar, fyrir æsku landsins. Dæmi eru um að innheimt æfingagjöld hjá sumum félögum dugi aðeins fyrir 60-70% af kostnaði við þjálfun, barna og unglinga. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að breytast. Fjáraflanir íþróttafélaga, eingöngu til að halda daglegu starfi gangandi er ekki boðlegt og enginn fæst til að taka þátt í því. Sífellt erfiðara er að fá fólk til sjálfboðaliðastarfs og dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunar verkefnum s.s mótahaldi hjá félögum, til lækkunar æfingagjalda. Hér hef ég eingöngu horft á barna og unglingastarf, en ef við horfum á meistaraflokkastarf, þá er myndin allt önnur og mun verri. En það starf er jafn nauðsynlegt og framhald af barna og unglingastarfinu og markmið margra að komst þangað og síðan í landslið eða atvinnumennsku erlendis. Staðan er sú að við í íþróttahreyfingunni ítrekum ósk okkar um að yfirvöld taki alvarlega það sem við erurm að benda á og taki við okkur samtalið um umhverfi hreyfingarinnar, skattamál, fjármál, lagaumhverfi, fjárframlög ofl. Ef ekkert verður að gert þá kemur að því að mörg íþróttafélög hætta starfsemi, skella í lás og bjóða sveitarfélögunum að taka við þessu starfi, því áfram verður gerð krafa um að íþróttastarf verði í boði í nærumhverfinu. Höfundur er formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar