Handbolti

Unnu seinni leikinn en eru úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Símon Michael Guðjónsson skoraði samtals tuttugu mörk í leikjunum tveimur gegn Nilüfer.
Símon Michael Guðjónsson skoraði samtals tuttugu mörk í leikjunum tveimur gegn Nilüfer. vísir/anton

FH vann Nilüfer í Tyrklandi, 29-34, í seinni leik liðanna í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta í dag. FH-ingar töpuðu fyrri leiknum í gær, 23-31, og einvíginu, 57-60 samanlagt.

Símon Michael Guðjónsson fór mikinn í liði FH í dag og skoraði þrettán mörk. Garðar Ingi Sindrason skoraði sex.

FH byrjaði leikinn miklu betur og náði fljótlega góðu forskoti. Liðið náði mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik, 9-18, en Tyrkirnir skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum hans, 12-19.

FH var áfram með gott forskot framan af seinni hálfleik og komst meðal annars í 20-28. En þá gaf Nilüfer í, skoraði fimm mörk gegn einu, 25-29, og eftir það var verkefni FH orðið afar erfitt.

Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 29-34, og FH-ingar því úr leik.


Tengdar fréttir

Átta marka tap FH í Tyrklandi

Möguleikar FH á að komast í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta karla eru afar takmarkaðir eftir stórt tap fyrir Nilüfer í Tyrklandi, 23-31, í dag. Seinni leikurinn fer fram á morgun og þar þurfa FH-ingar níu marka sigur til að snúa dæminu sér í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×