„Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. október 2025 16:34 Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði sigurmarkið í dag. Anton Brink/Vísir KR vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn ÍBV í næst síðustu umferð Bestu deild karla í dag. Sigurinn stillir KR upp í hreinan úrslitaleik um að halda sæti sínu í deildinni um næstu helgi þegar KR heimsækir Vestra. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði sigurmark KR með frábærum skalla og ræddi hann við Ágúst Orra Arnarsson eftir leik. „Það var ekkert eðlilega sætt“ sagði Eiður Gauti Sæbjörnsson framherji KR að vonum ánægður eftir leik. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég ætlaði að setja hann aftur fyrir en sem betur fer endaði hann bara í netinu og ég tek því alveg. Það var mjög sætt og mér fannst það verðskuldað“ „Við vorum búnir að vera að liggja á þeim þarna í seinni hálfleik og hefðum bara átt að bæta við þetta og klára þetta fyrr“ Stuttu eftir lokaflaut bárust þau tíðindi úr Mosfellsbæ að Vestri hefði jafnað gegn Aftureldingu. „Við erum svo sem ekkert alltof mikið að pæla í því. Við ætlum bara að fara vestur og vinna og ef við gerum það þá er það nóg. Það er það eina sem að við erum að hugsa um“ KR spilaði virkilega vel í dag og var Eiður Gauti á því að ef KR næði upp sömu frammistöðu fyrir vestan myndi hún duga. „Já það held ég. Við þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta. Ég held að það sé bara það eina sem við getum gert“ Eyjamenn gerðu KR erfitt fyrir í dag og var þetta hörku leikur á Meistaravöllum. „Já þetta var hörkuleikur. Mér fannst við samt vera með yfirhöndina svona mest allan leikinn og fannst þetta bara vera verðskuldaður sigur“ sagði Eiður Gauti Sæbjörnsson í lokin. KR Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira
„Það var ekkert eðlilega sætt“ sagði Eiður Gauti Sæbjörnsson framherji KR að vonum ánægður eftir leik. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég ætlaði að setja hann aftur fyrir en sem betur fer endaði hann bara í netinu og ég tek því alveg. Það var mjög sætt og mér fannst það verðskuldað“ „Við vorum búnir að vera að liggja á þeim þarna í seinni hálfleik og hefðum bara átt að bæta við þetta og klára þetta fyrr“ Stuttu eftir lokaflaut bárust þau tíðindi úr Mosfellsbæ að Vestri hefði jafnað gegn Aftureldingu. „Við erum svo sem ekkert alltof mikið að pæla í því. Við ætlum bara að fara vestur og vinna og ef við gerum það þá er það nóg. Það er það eina sem að við erum að hugsa um“ KR spilaði virkilega vel í dag og var Eiður Gauti á því að ef KR næði upp sömu frammistöðu fyrir vestan myndi hún duga. „Já það held ég. Við þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta. Ég held að það sé bara það eina sem við getum gert“ Eyjamenn gerðu KR erfitt fyrir í dag og var þetta hörku leikur á Meistaravöllum. „Já þetta var hörkuleikur. Mér fannst við samt vera með yfirhöndina svona mest allan leikinn og fannst þetta bara vera verðskuldaður sigur“ sagði Eiður Gauti Sæbjörnsson í lokin.
KR Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira