„Virkilega góður dagur fyrir KA“ Árni Gísli Magnússon skrifar 19. október 2025 19:10 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með stórsigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum í dag. Lokatölur 5-1 fyrir KA. „Mér líður bara mjög vel. Góður leikur, skoruðum fimm mörk og hefðum getað skorað fleiri þannig bara virkilega sterkur sigur og mér fannst við spila vel. Vorum aðeins fyrstu mínúturnar að finna út úr því hvernig við ætluðum að spila framhjá Skaganum, hvernig þeir pressa, þeir fara mikið maður á mann aggressívir og hafa gert mjög vel og unnið fimm leiki í röð. Mér fannst við aðeins svona ekki alveg gera þetta rétt í byrjun en síðan svona þegar við áttuðum okkur á því þá litum við mjög vel út.“ Gekk ekki leikplanið ykkar fullkomnlega upp eftir að hafa lent undir og getað leyst vel pressu Skagamanna? „Þeir náttúrulega skora hérna draumark, og svo sem við líka hérna fyrir aftan miðju, þetta var mjög skemmtilegur leikur að horfa á og gaman fyrir áhorfendur en jú mér fannst við gera það vel eftir það. Þeir fara mikið maður á mann og þá verðurðu að spila í svæði og hlaupa inn í þau, ekki vera alltaf að spila í lappirnar á mönnum, þá éta þeir okkur, og svo líka þetta að vinna stöðuna einn á einn, þegar þú gerir það á móti svona vörn þá getur allt opnast því það er ekki jafn mikil hjálp á bak við þegar hinir eru líka maður á mann. Það er auðvelt að segja þetta en erfiðara að gera þetta. Skaginn er búinn að vinna fimm í röð þannig ég er bara virkilega ánægður með að hafa unnið sanngjarnan og stóran sigur.“ Mark Hallgríms Mar kom ekki á óvart Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði frábært mark með skoti frá eigin vallarhelmingi og segir Hallgrímur að það komið honum lítið á óvart lengur hjá nafna sínum. „Bara kemur lítið á óvart, hann er með góða yfirsýn og sér leikinn rosa vel og þegar hann snéri sér við og ég sá að boltinn lá vel fyrir hann að þá fannst mér þetta vera bara 80 prósent líkur á að hann færi inn og hann fór inn og bara frábært mark og líka bara gaman að sjá að þetta er síðasti leikurinn okkar heima og kannski ekkert mikið að spila upp á en fullt af fólki mætir og góð stemning og svo fannst mér þeir standa sig vel líka sem koma inn á.“ „Við setjum hérna Snorra (Kristinsson) inn á fæddan 2009 og hann leggur upp mark. Markús (Máni Pétursson) spilar seinni hálfleikinn í hægri bakverði og bara frábær þannig ótrúlega margt gott í dag og enn og aftur á móti góðu Skagaliði sem er búið að vinna fimm leiki í röð þannig að virkilega góður dagur fyrir KA í dag.“ Hallgrímur var sérstaklega sáttur með innkomu ungu leikmannanna í dag. „Við þurfum að taka skrefið, æðislegt að sjá Snorra en Snorri er náttúrulega mjög ungur. Að hann hafi lagt upp mark er æðislegt en þeir sem eru svona aðeins aldrei þá vill maður fara fá líka framlag frá þeim en maður verður að vera sanngjarn og mér fannst þeir bara standa sig vel í dag. Bara vel gert hjá þeim og vel gert hjá strákunum í kringum þá líka að koma þeim vel inn í leikinn og niðurstaðan góður sigur á móti öflugu liði Skagans.“ Segir Þorlák Árnason vera þjálfara ársins KA mætir ÍBV í lokaumferðinni úti í Eyjum og tryggir sér forsetabikarinn með sigri eða jafntefli en ÍBV er þremur stigum á eftir KA en með hagstæðara markahlutfall. „Já klárt mál, það er alltaf skemmtilega að enda á að vinna og þetta er eini leikurinn á næstu mánuðum sem skiptir einhverju máli í deild þannig þetta er skemmtilegasti leikurinn næstu marga mánuðina þannig við ætlum bara fara til Eyja og heilsa upp á þá og heilsa upp á mínu mati þjálfara ársins, þjálfari ÍBV er búinn að gera virkilega virkilega vel. Hann er með lið úti á landi, fær menn örugglega seint inn og ferðast mikið og lenda í meiðslum á lykilmönnum en mér finnst hann hafa höndlað það rosalega vel og já bara koma inn á það að mér finnst Láki (Þorlákur Árnason) búinn að gera rosalega vel og auðvitað getur verið að einhver annar verði valinn þjálfari ársins, Sölvi (Geir Ottesen) eða einhver fyrir að vinna en mér finnst Láki sá þjálfari sem er búinn að fá mest úr úr því sem hann hefur.“ Besta deild karla Fótbolti KA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Góður leikur, skoruðum fimm mörk og hefðum getað skorað fleiri þannig bara virkilega sterkur sigur og mér fannst við spila vel. Vorum aðeins fyrstu mínúturnar að finna út úr því hvernig við ætluðum að spila framhjá Skaganum, hvernig þeir pressa, þeir fara mikið maður á mann aggressívir og hafa gert mjög vel og unnið fimm leiki í röð. Mér fannst við aðeins svona ekki alveg gera þetta rétt í byrjun en síðan svona þegar við áttuðum okkur á því þá litum við mjög vel út.“ Gekk ekki leikplanið ykkar fullkomnlega upp eftir að hafa lent undir og getað leyst vel pressu Skagamanna? „Þeir náttúrulega skora hérna draumark, og svo sem við líka hérna fyrir aftan miðju, þetta var mjög skemmtilegur leikur að horfa á og gaman fyrir áhorfendur en jú mér fannst við gera það vel eftir það. Þeir fara mikið maður á mann og þá verðurðu að spila í svæði og hlaupa inn í þau, ekki vera alltaf að spila í lappirnar á mönnum, þá éta þeir okkur, og svo líka þetta að vinna stöðuna einn á einn, þegar þú gerir það á móti svona vörn þá getur allt opnast því það er ekki jafn mikil hjálp á bak við þegar hinir eru líka maður á mann. Það er auðvelt að segja þetta en erfiðara að gera þetta. Skaginn er búinn að vinna fimm í röð þannig ég er bara virkilega ánægður með að hafa unnið sanngjarnan og stóran sigur.“ Mark Hallgríms Mar kom ekki á óvart Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði frábært mark með skoti frá eigin vallarhelmingi og segir Hallgrímur að það komið honum lítið á óvart lengur hjá nafna sínum. „Bara kemur lítið á óvart, hann er með góða yfirsýn og sér leikinn rosa vel og þegar hann snéri sér við og ég sá að boltinn lá vel fyrir hann að þá fannst mér þetta vera bara 80 prósent líkur á að hann færi inn og hann fór inn og bara frábært mark og líka bara gaman að sjá að þetta er síðasti leikurinn okkar heima og kannski ekkert mikið að spila upp á en fullt af fólki mætir og góð stemning og svo fannst mér þeir standa sig vel líka sem koma inn á.“ „Við setjum hérna Snorra (Kristinsson) inn á fæddan 2009 og hann leggur upp mark. Markús (Máni Pétursson) spilar seinni hálfleikinn í hægri bakverði og bara frábær þannig ótrúlega margt gott í dag og enn og aftur á móti góðu Skagaliði sem er búið að vinna fimm leiki í röð þannig að virkilega góður dagur fyrir KA í dag.“ Hallgrímur var sérstaklega sáttur með innkomu ungu leikmannanna í dag. „Við þurfum að taka skrefið, æðislegt að sjá Snorra en Snorri er náttúrulega mjög ungur. Að hann hafi lagt upp mark er æðislegt en þeir sem eru svona aðeins aldrei þá vill maður fara fá líka framlag frá þeim en maður verður að vera sanngjarn og mér fannst þeir bara standa sig vel í dag. Bara vel gert hjá þeim og vel gert hjá strákunum í kringum þá líka að koma þeim vel inn í leikinn og niðurstaðan góður sigur á móti öflugu liði Skagans.“ Segir Þorlák Árnason vera þjálfara ársins KA mætir ÍBV í lokaumferðinni úti í Eyjum og tryggir sér forsetabikarinn með sigri eða jafntefli en ÍBV er þremur stigum á eftir KA en með hagstæðara markahlutfall. „Já klárt mál, það er alltaf skemmtilega að enda á að vinna og þetta er eini leikurinn á næstu mánuðum sem skiptir einhverju máli í deild þannig þetta er skemmtilegasti leikurinn næstu marga mánuðina þannig við ætlum bara fara til Eyja og heilsa upp á þá og heilsa upp á mínu mati þjálfara ársins, þjálfari ÍBV er búinn að gera virkilega virkilega vel. Hann er með lið úti á landi, fær menn örugglega seint inn og ferðast mikið og lenda í meiðslum á lykilmönnum en mér finnst hann hafa höndlað það rosalega vel og já bara koma inn á það að mér finnst Láki (Þorlákur Árnason) búinn að gera rosalega vel og auðvitað getur verið að einhver annar verði valinn þjálfari ársins, Sölvi (Geir Ottesen) eða einhver fyrir að vinna en mér finnst Láki sá þjálfari sem er búinn að fá mest úr úr því sem hann hefur.“
Besta deild karla Fótbolti KA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira