„Virkilega góður dagur fyrir KA“ Árni Gísli Magnússon skrifar 19. október 2025 19:10 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með stórsigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum í dag. Lokatölur 5-1 fyrir KA. „Mér líður bara mjög vel. Góður leikur, skoruðum fimm mörk og hefðum getað skorað fleiri þannig bara virkilega sterkur sigur og mér fannst við spila vel. Vorum aðeins fyrstu mínúturnar að finna út úr því hvernig við ætluðum að spila framhjá Skaganum, hvernig þeir pressa, þeir fara mikið maður á mann aggressívir og hafa gert mjög vel og unnið fimm leiki í röð. Mér fannst við aðeins svona ekki alveg gera þetta rétt í byrjun en síðan svona þegar við áttuðum okkur á því þá litum við mjög vel út.“ Gekk ekki leikplanið ykkar fullkomnlega upp eftir að hafa lent undir og getað leyst vel pressu Skagamanna? „Þeir náttúrulega skora hérna draumark, og svo sem við líka hérna fyrir aftan miðju, þetta var mjög skemmtilegur leikur að horfa á og gaman fyrir áhorfendur en jú mér fannst við gera það vel eftir það. Þeir fara mikið maður á mann og þá verðurðu að spila í svæði og hlaupa inn í þau, ekki vera alltaf að spila í lappirnar á mönnum, þá éta þeir okkur, og svo líka þetta að vinna stöðuna einn á einn, þegar þú gerir það á móti svona vörn þá getur allt opnast því það er ekki jafn mikil hjálp á bak við þegar hinir eru líka maður á mann. Það er auðvelt að segja þetta en erfiðara að gera þetta. Skaginn er búinn að vinna fimm í röð þannig ég er bara virkilega ánægður með að hafa unnið sanngjarnan og stóran sigur.“ Mark Hallgríms Mar kom ekki á óvart Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði frábært mark með skoti frá eigin vallarhelmingi og segir Hallgrímur að það komið honum lítið á óvart lengur hjá nafna sínum. „Bara kemur lítið á óvart, hann er með góða yfirsýn og sér leikinn rosa vel og þegar hann snéri sér við og ég sá að boltinn lá vel fyrir hann að þá fannst mér þetta vera bara 80 prósent líkur á að hann færi inn og hann fór inn og bara frábært mark og líka bara gaman að sjá að þetta er síðasti leikurinn okkar heima og kannski ekkert mikið að spila upp á en fullt af fólki mætir og góð stemning og svo fannst mér þeir standa sig vel líka sem koma inn á.“ „Við setjum hérna Snorra (Kristinsson) inn á fæddan 2009 og hann leggur upp mark. Markús (Máni Pétursson) spilar seinni hálfleikinn í hægri bakverði og bara frábær þannig ótrúlega margt gott í dag og enn og aftur á móti góðu Skagaliði sem er búið að vinna fimm leiki í röð þannig að virkilega góður dagur fyrir KA í dag.“ Hallgrímur var sérstaklega sáttur með innkomu ungu leikmannanna í dag. „Við þurfum að taka skrefið, æðislegt að sjá Snorra en Snorri er náttúrulega mjög ungur. Að hann hafi lagt upp mark er æðislegt en þeir sem eru svona aðeins aldrei þá vill maður fara fá líka framlag frá þeim en maður verður að vera sanngjarn og mér fannst þeir bara standa sig vel í dag. Bara vel gert hjá þeim og vel gert hjá strákunum í kringum þá líka að koma þeim vel inn í leikinn og niðurstaðan góður sigur á móti öflugu liði Skagans.“ Segir Þorlák Árnason vera þjálfara ársins KA mætir ÍBV í lokaumferðinni úti í Eyjum og tryggir sér forsetabikarinn með sigri eða jafntefli en ÍBV er þremur stigum á eftir KA en með hagstæðara markahlutfall. „Já klárt mál, það er alltaf skemmtilega að enda á að vinna og þetta er eini leikurinn á næstu mánuðum sem skiptir einhverju máli í deild þannig þetta er skemmtilegasti leikurinn næstu marga mánuðina þannig við ætlum bara fara til Eyja og heilsa upp á þá og heilsa upp á mínu mati þjálfara ársins, þjálfari ÍBV er búinn að gera virkilega virkilega vel. Hann er með lið úti á landi, fær menn örugglega seint inn og ferðast mikið og lenda í meiðslum á lykilmönnum en mér finnst hann hafa höndlað það rosalega vel og já bara koma inn á það að mér finnst Láki (Þorlákur Árnason) búinn að gera rosalega vel og auðvitað getur verið að einhver annar verði valinn þjálfari ársins, Sölvi (Geir Ottesen) eða einhver fyrir að vinna en mér finnst Láki sá þjálfari sem er búinn að fá mest úr úr því sem hann hefur.“ Besta deild karla Fótbolti KA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Góður leikur, skoruðum fimm mörk og hefðum getað skorað fleiri þannig bara virkilega sterkur sigur og mér fannst við spila vel. Vorum aðeins fyrstu mínúturnar að finna út úr því hvernig við ætluðum að spila framhjá Skaganum, hvernig þeir pressa, þeir fara mikið maður á mann aggressívir og hafa gert mjög vel og unnið fimm leiki í röð. Mér fannst við aðeins svona ekki alveg gera þetta rétt í byrjun en síðan svona þegar við áttuðum okkur á því þá litum við mjög vel út.“ Gekk ekki leikplanið ykkar fullkomnlega upp eftir að hafa lent undir og getað leyst vel pressu Skagamanna? „Þeir náttúrulega skora hérna draumark, og svo sem við líka hérna fyrir aftan miðju, þetta var mjög skemmtilegur leikur að horfa á og gaman fyrir áhorfendur en jú mér fannst við gera það vel eftir það. Þeir fara mikið maður á mann og þá verðurðu að spila í svæði og hlaupa inn í þau, ekki vera alltaf að spila í lappirnar á mönnum, þá éta þeir okkur, og svo líka þetta að vinna stöðuna einn á einn, þegar þú gerir það á móti svona vörn þá getur allt opnast því það er ekki jafn mikil hjálp á bak við þegar hinir eru líka maður á mann. Það er auðvelt að segja þetta en erfiðara að gera þetta. Skaginn er búinn að vinna fimm í röð þannig ég er bara virkilega ánægður með að hafa unnið sanngjarnan og stóran sigur.“ Mark Hallgríms Mar kom ekki á óvart Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði frábært mark með skoti frá eigin vallarhelmingi og segir Hallgrímur að það komið honum lítið á óvart lengur hjá nafna sínum. „Bara kemur lítið á óvart, hann er með góða yfirsýn og sér leikinn rosa vel og þegar hann snéri sér við og ég sá að boltinn lá vel fyrir hann að þá fannst mér þetta vera bara 80 prósent líkur á að hann færi inn og hann fór inn og bara frábært mark og líka bara gaman að sjá að þetta er síðasti leikurinn okkar heima og kannski ekkert mikið að spila upp á en fullt af fólki mætir og góð stemning og svo fannst mér þeir standa sig vel líka sem koma inn á.“ „Við setjum hérna Snorra (Kristinsson) inn á fæddan 2009 og hann leggur upp mark. Markús (Máni Pétursson) spilar seinni hálfleikinn í hægri bakverði og bara frábær þannig ótrúlega margt gott í dag og enn og aftur á móti góðu Skagaliði sem er búið að vinna fimm leiki í röð þannig að virkilega góður dagur fyrir KA í dag.“ Hallgrímur var sérstaklega sáttur með innkomu ungu leikmannanna í dag. „Við þurfum að taka skrefið, æðislegt að sjá Snorra en Snorri er náttúrulega mjög ungur. Að hann hafi lagt upp mark er æðislegt en þeir sem eru svona aðeins aldrei þá vill maður fara fá líka framlag frá þeim en maður verður að vera sanngjarn og mér fannst þeir bara standa sig vel í dag. Bara vel gert hjá þeim og vel gert hjá strákunum í kringum þá líka að koma þeim vel inn í leikinn og niðurstaðan góður sigur á móti öflugu liði Skagans.“ Segir Þorlák Árnason vera þjálfara ársins KA mætir ÍBV í lokaumferðinni úti í Eyjum og tryggir sér forsetabikarinn með sigri eða jafntefli en ÍBV er þremur stigum á eftir KA en með hagstæðara markahlutfall. „Já klárt mál, það er alltaf skemmtilega að enda á að vinna og þetta er eini leikurinn á næstu mánuðum sem skiptir einhverju máli í deild þannig þetta er skemmtilegasti leikurinn næstu marga mánuðina þannig við ætlum bara fara til Eyja og heilsa upp á þá og heilsa upp á mínu mati þjálfara ársins, þjálfari ÍBV er búinn að gera virkilega virkilega vel. Hann er með lið úti á landi, fær menn örugglega seint inn og ferðast mikið og lenda í meiðslum á lykilmönnum en mér finnst hann hafa höndlað það rosalega vel og já bara koma inn á það að mér finnst Láki (Þorlákur Árnason) búinn að gera rosalega vel og auðvitað getur verið að einhver annar verði valinn þjálfari ársins, Sölvi (Geir Ottesen) eða einhver fyrir að vinna en mér finnst Láki sá þjálfari sem er búinn að fá mest úr úr því sem hann hefur.“
Besta deild karla Fótbolti KA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira