„Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2025 21:43 Sigurður Egill Lárusson að loknum síðasta heimaleik sínum með Val. Vísir/Sigurjón Guðni Sigurður Egill Lárusson, leikjahæsti leikmaður í sögu Vals, er ekki sáttur við hvernig viðskilnaður hans við félagið bar að. Sigurður Egill skoraði eitt mark og lagði upp annað í síðasta heimaleik hans fyrir Val þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við FH í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. „Síðustu dagar hafa verið erfiðir og ég er ekki alveg búinn að melta það að ég sé að fara að yfirgefa Val. Mér finnst líka frekar slakt að fá skilaboð í gegnum messenger að minni þjónustu sé ekki óskað lengur hjá félaginu. Eftir 13 ár hjá Val finnst mér ég eiga betra skilið,“ sagði Sigurður Egill um viðskilnaðinn. „Það hefur enginn í stjórninni rætt við mig fyrir utan þessa skilaboð þar sem fram kemur að samningurinn við mig yrði ekki framlengdur. Mér þykir vænt um Val og hefði kosið að skilja við félagið á annan og betri hátt,“ sagði Sigurður Egill. „Ég var ólíkur sjálfum mér í upphafi leiks og það tók mig smá tíma að koma mér inn í leikinn. Eftir það gekk þetta bara vel og ég náði að hrista úr mér þær tilfinningar sem hafa verið að brjótast um hjá mér í aðdraganda þessa leiks,“ sagði vinstri bakvörðurinn sem skoraði úr vítaspyrnu og lagði upp mark Tryggva Hrafns Haraldssonar. „Nú er ég bara að einbeita mér að því að klára tímabilið með Val og svo fer ég að pæla í því hvað tekur við. Síminn fór á flug eftir að ég setti tilkynningu í loftið um að ég yrði ekki áfram hjá Val. Við sjáum svo bara hvað setur með hvað ég geri,“ sagði hann um framhaldið. Sigurður Egill varð fyrr í sumar leikjahæsti leikmaður í sögu Vals en hann yfirgefur félagið að loknum leik Valsliðsins við uppeldisfélag hans, Víking, í lokaumferð deildarinnar. Besta deild karla Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið erfiðir og ég er ekki alveg búinn að melta það að ég sé að fara að yfirgefa Val. Mér finnst líka frekar slakt að fá skilaboð í gegnum messenger að minni þjónustu sé ekki óskað lengur hjá félaginu. Eftir 13 ár hjá Val finnst mér ég eiga betra skilið,“ sagði Sigurður Egill um viðskilnaðinn. „Það hefur enginn í stjórninni rætt við mig fyrir utan þessa skilaboð þar sem fram kemur að samningurinn við mig yrði ekki framlengdur. Mér þykir vænt um Val og hefði kosið að skilja við félagið á annan og betri hátt,“ sagði Sigurður Egill. „Ég var ólíkur sjálfum mér í upphafi leiks og það tók mig smá tíma að koma mér inn í leikinn. Eftir það gekk þetta bara vel og ég náði að hrista úr mér þær tilfinningar sem hafa verið að brjótast um hjá mér í aðdraganda þessa leiks,“ sagði vinstri bakvörðurinn sem skoraði úr vítaspyrnu og lagði upp mark Tryggva Hrafns Haraldssonar. „Nú er ég bara að einbeita mér að því að klára tímabilið með Val og svo fer ég að pæla í því hvað tekur við. Síminn fór á flug eftir að ég setti tilkynningu í loftið um að ég yrði ekki áfram hjá Val. Við sjáum svo bara hvað setur með hvað ég geri,“ sagði hann um framhaldið. Sigurður Egill varð fyrr í sumar leikjahæsti leikmaður í sögu Vals en hann yfirgefur félagið að loknum leik Valsliðsins við uppeldisfélag hans, Víking, í lokaumferð deildarinnar.
Besta deild karla Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira