Verkfall flugumferðarstjóra hafið Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2025 22:03 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Hann vonar að deilan leysist í vikunni. Vísir/Vilhelm Verkfall flugumferðarstjóra er nú hafið og stendur fyrsta lota þess til klukkan þrjú í nótt. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir miður að staðan sé þessi. Hann vonast til þess að hægt verði að semja í vikunni og á von á því að boðað verði til fundar á morgun eða hinn. Hann sé tilbúinn til að funda verði það gert. Hann segir engan hafa gengið út klukkan tíu þegar verkfallið hófst. Það sé lágmarksmönnun á þessum tíma dags og þeir sem eru á vaktinni verði áfram á henni til að sinna sjúkra- og neyðarflugi og flugi Landhelgisgæslunnar. „Því miður er þetta byrjað. Það er lágmarksmönnun og alltaf einhver á staðnum ef það kemur til neyðar- eða sjúkraflugs. Það gerist auðvitað alltaf með stuttum fyrirvara,“ segir hann. Næsta verkfall, verði ekki samið, er boðað aðfaranótt þriðjudags og fleiri í lok næstu viku, alls fimm verkföll. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í kvöldfréttum í kvöld það ekki koma til greina að flugumferðarstjórar fengju meiri launahækkun en aðrar stéttir. Um væri að ræða hálaunastétt. „Við erum að tala um allt aðrar útfærslur og allt aðrar leiðir. Við höfum verið að því. Til þess að reyna að tryggja að við drögumst ekki aftur úr öðrum hópum,“ segir hann um fullyrðingar Sigríðar Margrétar um að flugumferðarstjórar hafi krafist meiri launahækkana en aðrar stéttir. Hálaunastétt vegna mikilllar yfirvinnu Arnar gefur ekki mikið fyrir þessi orð. Hann segir byrjunarlaun flugumferðarstjóra undir meðallaunum í landinu, sem eru 758 þúsund, og að flugumferðarstjórar séu með há heildarlaun vegna þess að þeir vinna svo mikla yfirvinnu. „Okkar lægstu grunnlaun eru þannig að við tækjum krónutöluhækkanir ef við tækjum sömu hækkanir og allir aðrir á vinnumarkaði, ef við miðum við það. Krónutala er til að hífa upp lægstu hópana og grunnlaunin eru ekki meiri hátekjutala en það.“ Hann segir háu launin sem SA og aðrir vísi til sé yfirleitt tilvísun í heildarlaun. „Það er óheyrileg yfirvinna inn í þessum tölum. Sem er vegna manneklu. Það vantar sárlega í stéttina og það eru ekki við sem getum borið ábyrgð á því. Við erum ekki að manna vinnustaðinn. Það erum við sem látum þetta ganga sumar eftir sumar eftir sumar. Ásamt öðrum auðvitað. Ég ætla ekki að eigna okkur allar heiðurinn. En það vantar alveg inn í þetta tölur um yfirvinnu og fjölda skipta sem fyrirtækin hafa þurft að kaupa yfirvinnu. Það er átakanlega há tala.“ Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. 19. október 2025 12:08 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Hann segir engan hafa gengið út klukkan tíu þegar verkfallið hófst. Það sé lágmarksmönnun á þessum tíma dags og þeir sem eru á vaktinni verði áfram á henni til að sinna sjúkra- og neyðarflugi og flugi Landhelgisgæslunnar. „Því miður er þetta byrjað. Það er lágmarksmönnun og alltaf einhver á staðnum ef það kemur til neyðar- eða sjúkraflugs. Það gerist auðvitað alltaf með stuttum fyrirvara,“ segir hann. Næsta verkfall, verði ekki samið, er boðað aðfaranótt þriðjudags og fleiri í lok næstu viku, alls fimm verkföll. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í kvöldfréttum í kvöld það ekki koma til greina að flugumferðarstjórar fengju meiri launahækkun en aðrar stéttir. Um væri að ræða hálaunastétt. „Við erum að tala um allt aðrar útfærslur og allt aðrar leiðir. Við höfum verið að því. Til þess að reyna að tryggja að við drögumst ekki aftur úr öðrum hópum,“ segir hann um fullyrðingar Sigríðar Margrétar um að flugumferðarstjórar hafi krafist meiri launahækkana en aðrar stéttir. Hálaunastétt vegna mikilllar yfirvinnu Arnar gefur ekki mikið fyrir þessi orð. Hann segir byrjunarlaun flugumferðarstjóra undir meðallaunum í landinu, sem eru 758 þúsund, og að flugumferðarstjórar séu með há heildarlaun vegna þess að þeir vinna svo mikla yfirvinnu. „Okkar lægstu grunnlaun eru þannig að við tækjum krónutöluhækkanir ef við tækjum sömu hækkanir og allir aðrir á vinnumarkaði, ef við miðum við það. Krónutala er til að hífa upp lægstu hópana og grunnlaunin eru ekki meiri hátekjutala en það.“ Hann segir háu launin sem SA og aðrir vísi til sé yfirleitt tilvísun í heildarlaun. „Það er óheyrileg yfirvinna inn í þessum tölum. Sem er vegna manneklu. Það vantar sárlega í stéttina og það eru ekki við sem getum borið ábyrgð á því. Við erum ekki að manna vinnustaðinn. Það erum við sem látum þetta ganga sumar eftir sumar eftir sumar. Ásamt öðrum auðvitað. Ég ætla ekki að eigna okkur allar heiðurinn. En það vantar alveg inn í þetta tölur um yfirvinnu og fjölda skipta sem fyrirtækin hafa þurft að kaupa yfirvinnu. Það er átakanlega há tala.“
Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. 19. október 2025 12:08 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
„Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. 19. október 2025 12:08
Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16
Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27