Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 09:07 Dagur Kári Ólafsson hefur nú skráð sig stóru letri í sögubækur íslenskra fimleika. FSÍ Mikil tímamót urðu í íslenskum fimleikum í dag þegar Dagur Kári Ólafsson varð fyrstur Íslendinga til að tryggja sér sæti í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ. Fimleikar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ.
Fimleikar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira