Fótbolti

Sjáðu frá­bært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“

Sindri Sverrisson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson er algjör lykilmaður hjá Lille.
Hákon Arnar Haraldsson er algjör lykilmaður hjá Lille. EPA/ETTORE FERRARI

Hákon Arnar Haraldsson skoraði í annað sinn í þessum mánuði afar mikilvægt mark fyrir Lille í gær, í 2-0 útisigri gegn Nantes í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Hann kláraði þar færið sitt afar vel en hefði viljað skora tvö mörk.

Hákon skoraði markið á 8. mínútu með frábæru skoti eftir stutta sendingu frá Olivier Giroud. Markið má sjá hér að neðan, sem og þegar Hákon fékk svo dauðafæri til að auka forskotið en þrumaði í stöngina og öskraði „fokk“.

Helstu atriði úr leik Lille og Nantes á Youtube

Markið sem Hákon skoraði virtist þó ætla að duga til sigurs en Hamza Igamane innsiglaði þó sigurinn á 89. mínútu.

Fyrir landsleikina gegn Úkraínu og Frakklandi hafði Hákon einnig skorað, í 1-0 útisigrinum gegn Roma í Evrópudeildinni.

Eftir sigurinn gegn Nantes í gær er Lille með 14 stig í 6. sæti frönsku 1. deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Marseille eftir átta umferðir. Liðið á næst fyrir höndum heimaleik við PAOK frá Grikklandi, í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×