Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 11:04 Nebojsa Pavkovic (t.v.) á heræfingu í Serbíu árið 2000, ári eftir að stríði Serba í Kósovó lauk. Hann var síðar dæmdur fyrir stríðsglæpi og fangelsaður í Finnlandi. AP/Darko Vijinovic Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið. Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið.
Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49
NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56