Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 11:04 Nebojsa Pavkovic (t.v.) á heræfingu í Serbíu árið 2000, ári eftir að stríði Serba í Kósovó lauk. Hann var síðar dæmdur fyrir stríðsglæpi og fangelsaður í Finnlandi. AP/Darko Vijinovic Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið. Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið.
Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49
NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56