Fótbolti

Sjáðu sögu­legt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistara­deild Evrópu

Sindri Sverrisson skrifar
Viktor Bjarki Daðason sækir að Jobe Bellingham í leiknum við Dortmund, þar sem Viktor skoraði aðeins 17 ára gamall.
Viktor Bjarki Daðason sækir að Jobe Bellingham í leiknum við Dortmund, þar sem Viktor skoraði aðeins 17 ára gamall. Getty/Hendrik Deckes

Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn.

Fyrir Íslendinga stóð mark Viktors upp úr í gærkvöld en óhætt er að segja að mörg glæsileg mörk hafi verið skoruð. Þau má öll sjá hér að neðan.

Hinn 17 ára Viktor varð yngsti Íslendingurinn, og sá þriðji yngsti í allri sögu Meistaradeildarinnar, til að skora þegar hann gerði lokamarkið í 4-2 tapi FC Kaupmannahafnar gegn Dortmund. Viktor virtist fyrst halda að skalli hans hefði verið varinn en boltinn fór naumlega inn fyrir marklínuna.

Mikið var af mörkum í fleiri leikjum en PSG vann til að mynda 7-2 útisigur gegn Leverkusen, Barcelona 6-1 sigur gegn Olympiacos og Arsenal vann svo frábæran 4-0 sigur gegn Atlético Madrid í stórleik kvöldsins.

Erling Haaland hélt áfram að skora í 2-0 útisigri Manchester City gegn Villarreal, Newcastle skellti Benfica 3-0, Inter vann 4-0 útisigur gegn Union St. Gilloise og PSV vann frábæran 6-2 sigur gegn Napoli þrátt fyrir að lenda undir.

Öll mörkin úr þessum leikjum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×