Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar 22. október 2025 15:02 Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar