Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 18:39 Victor Osimhen fagnar öðru marka sinna fyrir Galatasaray í kvöld en þau áttu að vera miklu fleiri miðað við færin sem hann fékk. EPA/TOLGA BOZOGLU Norsku meistararnir í Bodö/Glimt lentu í erfiðum og krefjandi aðstæðum í kvöld í 3-1 tapi á móti Galatasaray á útivelli í Meistaradeildinni. Þeir sluppu vel miðað við færi heimamanna sem fóru mörg í súginn. Þetta var annar sigur Galatasaray í röð í Meistaradeildinni en liðið vann Liverpool á sama stað í leiknum á undan. Liverpool stóðst ekki pressuna og ekki heldur norsku meistararnir. Gælunafn Galatasaray er Ljónin frá Istanbul og stuðningsmennirnir létu Norðmennina finna vel fyrir sér með því að búa til gríðarlegan hávaða þegar norska liðið reyndi að halda boltanum. Bodö byrjuðu leikinn skelfilega og gátu þakkað fyrir að fá ekki mörg mörk á sig í upphafi leiksins. Victor Osimhen kom Galatasaray í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og hálftíma síðar skoraði hann aftur. Seinna markið var algjör gjöf eftir að Osimhen komst inn í sendingu til markvarðar. Norðmennirnir fengu fínt undir lok hálfleiksins og gekk síðan aðeins betur í síðari hálfleiknum. Galatasaray gat samt skorað miklu fleiri mörk og þá ekki síst Osimhen sem var mjög nálægt því að ná þrennunni. Hann reyndi og reyndi en þriðja markið datt ekki inn hjá honum. Þriðja mark liðsins kom aftur á móti á 60. mínútu eftir enn ein varnarmistök hjá Norðmönnunum en það mark skoraði Yunus Akgün. Bodö/Glimt tókst síðan að minnka muninn í lokin þegar Andreas Helmersen skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fredrik André Björkan. Athletic Club Bilbao skoraði tvö mörk í lokin og vann 3-1 heimasigur á Qarabag. Bilbao hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni og þessi sigur var því bæði langþráður og nauðsynlegur. Robert Navarro kom Athletic í 2-1 á 70. mínútu og Gorka Guruzeta innsiglaði sigurinn á 88. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Leandro Andrade hafði komið Qarabag óvænt yfir á fyrstu mínútu leiksins en Guruzeta jafnaði metin á 40. mínútu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Þetta var annar sigur Galatasaray í röð í Meistaradeildinni en liðið vann Liverpool á sama stað í leiknum á undan. Liverpool stóðst ekki pressuna og ekki heldur norsku meistararnir. Gælunafn Galatasaray er Ljónin frá Istanbul og stuðningsmennirnir létu Norðmennina finna vel fyrir sér með því að búa til gríðarlegan hávaða þegar norska liðið reyndi að halda boltanum. Bodö byrjuðu leikinn skelfilega og gátu þakkað fyrir að fá ekki mörg mörk á sig í upphafi leiksins. Victor Osimhen kom Galatasaray í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og hálftíma síðar skoraði hann aftur. Seinna markið var algjör gjöf eftir að Osimhen komst inn í sendingu til markvarðar. Norðmennirnir fengu fínt undir lok hálfleiksins og gekk síðan aðeins betur í síðari hálfleiknum. Galatasaray gat samt skorað miklu fleiri mörk og þá ekki síst Osimhen sem var mjög nálægt því að ná þrennunni. Hann reyndi og reyndi en þriðja markið datt ekki inn hjá honum. Þriðja mark liðsins kom aftur á móti á 60. mínútu eftir enn ein varnarmistök hjá Norðmönnunum en það mark skoraði Yunus Akgün. Bodö/Glimt tókst síðan að minnka muninn í lokin þegar Andreas Helmersen skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fredrik André Björkan. Athletic Club Bilbao skoraði tvö mörk í lokin og vann 3-1 heimasigur á Qarabag. Bilbao hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni og þessi sigur var því bæði langþráður og nauðsynlegur. Robert Navarro kom Athletic í 2-1 á 70. mínútu og Gorka Guruzeta innsiglaði sigurinn á 88. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Leandro Andrade hafði komið Qarabag óvænt yfir á fyrstu mínútu leiksins en Guruzeta jafnaði metin á 40. mínútu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira