Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 22. október 2025 21:47 Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, segir staðsetninguna spennandi. Vísir/Anton Brink Niðurrif á Morgunblaðshúsinu hófst í dag. Búist er við því að framkvæmdin taki tvo til þrjá mánuði. Rúmlega fjögur hundruð íbúðir verða byggðar á svæðinu. Fyrstu íbúðir verði afhentar í byrjun 2029 og er stór hluti þeirra um 75 fermetrar að stærð. Gamla Morgunblaðshúsið við Kringluna var byggt árið 1984 og viðbyggingin þar sem prentsmiðjan var árið 1991. Fjölmiðillinn flutti sig í Hádegismóa árið 2006 og síðustu ár hefur byggingin hýst ýmis konar starfsemi, þar á meðal leikskóla, líkamsræktarstöð og háskóla. Fasteignafélagið Reitir vinnur nú að því að reisa 420 íbúða borgarhverfi á reitnum og síðustu vikur hefur undirbúningsvinna fyrir niðurrif hússins farið fram. Niðurrifið sjálft hófst svo í dag. „Það er mikil uppbygging í vændum á þessu svæði. Hér verða byggðar 420 íbúðir, á þessu svæði, og byrjað hérna við Listabraut,“ segir Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, og að hverfið verði fallegt og spennandi. Sjá einnig: Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Vélin sem er notuð í niðurrifið er flutt inn frá Noregi, en teymi sem sérhæfir sig í niðurrifi húsa kom með hana hingað til lands. Vonast er til þess að niðurrifinu verði lokið í janúar og þá geti hverfið farið að rísa. Vélin er flutt inn frá Noregi. Vísir/Anton Brink „Við viljum huga að umhverfinu og vanda til verka þegar kemur að flokkun á úrgangi,“ segir Birgir og að til dæmis verði steypan nýtt í landfyllingu í öðru verkefni sem Reitir vinni að í Mosfellsbæ. Fyrstu íbúðir verði svo afhentar í byrjun 2029. Helmingur þeirra verður 75 fermetrar eða smærri til að mæta mikilli eftirspurn eftir smærri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni. Það kemur til með að setja fallegan blæ á þetta svæði.“ Samkvæmt plani á að afhenda fyrstu íbúðir í upphafi árs 2029.Vísir/Anton Brink Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Tengdar fréttir Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. 28. mars 2025 21:00 Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita. 21. mars 2022 14:01 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Gamla Morgunblaðshúsið við Kringluna var byggt árið 1984 og viðbyggingin þar sem prentsmiðjan var árið 1991. Fjölmiðillinn flutti sig í Hádegismóa árið 2006 og síðustu ár hefur byggingin hýst ýmis konar starfsemi, þar á meðal leikskóla, líkamsræktarstöð og háskóla. Fasteignafélagið Reitir vinnur nú að því að reisa 420 íbúða borgarhverfi á reitnum og síðustu vikur hefur undirbúningsvinna fyrir niðurrif hússins farið fram. Niðurrifið sjálft hófst svo í dag. „Það er mikil uppbygging í vændum á þessu svæði. Hér verða byggðar 420 íbúðir, á þessu svæði, og byrjað hérna við Listabraut,“ segir Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, og að hverfið verði fallegt og spennandi. Sjá einnig: Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Vélin sem er notuð í niðurrifið er flutt inn frá Noregi, en teymi sem sérhæfir sig í niðurrifi húsa kom með hana hingað til lands. Vonast er til þess að niðurrifinu verði lokið í janúar og þá geti hverfið farið að rísa. Vélin er flutt inn frá Noregi. Vísir/Anton Brink „Við viljum huga að umhverfinu og vanda til verka þegar kemur að flokkun á úrgangi,“ segir Birgir og að til dæmis verði steypan nýtt í landfyllingu í öðru verkefni sem Reitir vinni að í Mosfellsbæ. Fyrstu íbúðir verði svo afhentar í byrjun 2029. Helmingur þeirra verður 75 fermetrar eða smærri til að mæta mikilli eftirspurn eftir smærri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni. Það kemur til með að setja fallegan blæ á þetta svæði.“ Samkvæmt plani á að afhenda fyrstu íbúðir í upphafi árs 2029.Vísir/Anton Brink
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Tengdar fréttir Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. 28. mars 2025 21:00 Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita. 21. mars 2022 14:01 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. 28. mars 2025 21:00
Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita. 21. mars 2022 14:01