Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 23. október 2025 13:00 Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar