Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. október 2025 07:03 Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun