Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2025 08:02 Kristófer Acox gæti enn átt yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í að auglýsa veðmál í Bónus-deildinni fyrir ólöglega veðmálasíðu. Vísir / Guðmundur Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að mynd af Kristófer Acox var birt á samfélagsmiðlum Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, ásamt uppástungu að veðmálum á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki staðan í þessu máli,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að mynd af Kristófer Acox var birt á samfélagsmiðlum Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, ásamt uppástungu að veðmálum á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki staðan í þessu máli,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00
Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02