Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 10:54 Kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Íslandsstofa/Vísir Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið. Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“ Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“
Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira