„Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 14:09 Formaðurinn Kristinn Albertsson segir það vægast sagt óheppilegt að Hugi Halldórsson, sem situr í stjórn KKÍ, auglýsi ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Samsett/Sigurjón/X Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“ KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“
KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum