„Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 14:09 Formaðurinn Kristinn Albertsson segir það vægast sagt óheppilegt að Hugi Halldórsson, sem situr í stjórn KKÍ, auglýsi ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Samsett/Sigurjón/X Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“ KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“
KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum