Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2025 15:51 Veggmynd af Catherine Connolly sem gæti vel orðið næsti forseti Írlands. Henni er sagt hafa tekist að sameina annars sundurleitan hóp vinstrimanna. Vísir/EPA Tvær konur bítast um embætti forseta Írlands í kosningum sem fara fram í dag. Sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins hefur mælst með forskot í skoðanakönnunum. Kosningarnar eru sagðar standa í reynd aðeins á milli tveggja frambjóðenda, þeirra Catherine Connolly sem nýtur stuðnings vinstriþjóðernisflokksins Sinn Féin og Heather Humphreys, frambjóðanda miðhægriflokksins Fine Gael. Jim Gavin, frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, heltist úr lestinni og dægurflugur eins og tónlistarmaðurinn Bob Geldof og bardagaíþróttmaðurinn Conor McGregor nutu ekki nægileg stuðnings til þess að gera alvöru úr framboði. Connolly hefur mælst með töluvert forskot á Humphreys í könnunum, um fjörutíu prósent gegn tuttugu til tuttugu og fimm prósentum, að sögn AP-fréttastofunnar. Heather Humphreys á kjörstað með barnabarni sínu í morgun.AP/Liam McBurney/PA Aðeins ein umferð er í kosningunum en kjósendur geta forgangsraðað frambjóðendum. Ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða færast atkvæði frambjóðenda sem hljóta fæst atkvæði til þeirra sem kjósanda hugnaðist næstbest þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en á morgun og er búist við því að úrslit liggi fyrir seinna um daginn. Á móti Ísrael, ESB og NATO Connolly er nokkuð umdeild. Hún er 68 ára gömul og fyrrverandi lögmaður sem vann meðal annars fyrir banka sem tóku heimili fólks upp í skuldir. Hún er sósíalisti og hefur verið óháður þingmaður frá árinu 2016. Áður var hún borgarstjóri í Galway á vesturströnd Írlands. Ummæli hennar um Hamas-samtökin í Palestínu hafa meðal annars sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar“. Hún hefur deilt hart á framferði Ísraela á Gasaströndinni. Hún hefur ítrekað sett spurningarmerki við vestræna samvinnu, kosið gegn sáttmálum Evrópusambandsins og gagnrýnt „hervæðingu“ þess. Það olli þannig írafári þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu Þjóðverja til varnarmála í skugga ógnarinnar af Rússum við hervæðingu nasista í aðdragada síðari heimsstyrjaldarinnar, að því er segir í umfjöllun blaðsins Politico. Þá hefur hún tekið undir málflutning Rússa um að Atlantshafsbandalagið bæri ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Heimsókn hennar og tveggja róttækra sósíalista til svæða undir stjórn einræðisherrans Bashars al-Assad í Sýrlandi árið 2018 var einnig harðlega gagnrýnd. „Öfgalaus“ miðjumaður Keppinauturinn Humphreys er 64 ára gömul og fyrrverandi ráðherra, meðal annars menningar-, viðskipta- og sveitarstjórnarmála. Hún sat á þingi frá 2011 til 2024, er fylgjandi Evrópusambandinu og jákvæð í garð fyrirtækja. Ólíkt meirihluta Íra er Humphreys uppalin í öldungakirkjunni, kalvinískum kristilegum söfnuði. „Ég er miðjumanneskja. Ég er öfgalaus manneskja eins og meirihluti írsku þjóðarinnar,“ sagði hún í kappræðum í vikunni. Michael D. Higgins, forseti Írlands síðustu fjórtán árin, með spúsu sinni á kjörstað í dag. Írskir forsetar mega að hámarki sitja tvö kjörtímabil og því er hann ekki kjörgengur í ár.Vísir/EPA Embætti forseta í Írlandi svipar að ýmsu leyti til þess íslenska. Áhrif hans eru að mestu leyti táknræn þó að hann skipi forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðslu í þinginu og æðstu embættismenn að tillögu ríkisstjórnar. Þá skrifar hann undir lagafrumvörp og getur boðað til kosninga ef vantraust kemur fram á forsætisráðherra. Írski forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Sumir þeirra hafa notað stöðu sína til þess að útala sig um menn og málefni. Michael D. Higgins, fráfarandi forseti, hefur þannig talað gegn átökunum á Gasa og framlögum til NATO. Írland Evrópusambandið NATO Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Sjá meira
Kosningarnar eru sagðar standa í reynd aðeins á milli tveggja frambjóðenda, þeirra Catherine Connolly sem nýtur stuðnings vinstriþjóðernisflokksins Sinn Féin og Heather Humphreys, frambjóðanda miðhægriflokksins Fine Gael. Jim Gavin, frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, heltist úr lestinni og dægurflugur eins og tónlistarmaðurinn Bob Geldof og bardagaíþróttmaðurinn Conor McGregor nutu ekki nægileg stuðnings til þess að gera alvöru úr framboði. Connolly hefur mælst með töluvert forskot á Humphreys í könnunum, um fjörutíu prósent gegn tuttugu til tuttugu og fimm prósentum, að sögn AP-fréttastofunnar. Heather Humphreys á kjörstað með barnabarni sínu í morgun.AP/Liam McBurney/PA Aðeins ein umferð er í kosningunum en kjósendur geta forgangsraðað frambjóðendum. Ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða færast atkvæði frambjóðenda sem hljóta fæst atkvæði til þeirra sem kjósanda hugnaðist næstbest þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en á morgun og er búist við því að úrslit liggi fyrir seinna um daginn. Á móti Ísrael, ESB og NATO Connolly er nokkuð umdeild. Hún er 68 ára gömul og fyrrverandi lögmaður sem vann meðal annars fyrir banka sem tóku heimili fólks upp í skuldir. Hún er sósíalisti og hefur verið óháður þingmaður frá árinu 2016. Áður var hún borgarstjóri í Galway á vesturströnd Írlands. Ummæli hennar um Hamas-samtökin í Palestínu hafa meðal annars sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar“. Hún hefur deilt hart á framferði Ísraela á Gasaströndinni. Hún hefur ítrekað sett spurningarmerki við vestræna samvinnu, kosið gegn sáttmálum Evrópusambandsins og gagnrýnt „hervæðingu“ þess. Það olli þannig írafári þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu Þjóðverja til varnarmála í skugga ógnarinnar af Rússum við hervæðingu nasista í aðdragada síðari heimsstyrjaldarinnar, að því er segir í umfjöllun blaðsins Politico. Þá hefur hún tekið undir málflutning Rússa um að Atlantshafsbandalagið bæri ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Heimsókn hennar og tveggja róttækra sósíalista til svæða undir stjórn einræðisherrans Bashars al-Assad í Sýrlandi árið 2018 var einnig harðlega gagnrýnd. „Öfgalaus“ miðjumaður Keppinauturinn Humphreys er 64 ára gömul og fyrrverandi ráðherra, meðal annars menningar-, viðskipta- og sveitarstjórnarmála. Hún sat á þingi frá 2011 til 2024, er fylgjandi Evrópusambandinu og jákvæð í garð fyrirtækja. Ólíkt meirihluta Íra er Humphreys uppalin í öldungakirkjunni, kalvinískum kristilegum söfnuði. „Ég er miðjumanneskja. Ég er öfgalaus manneskja eins og meirihluti írsku þjóðarinnar,“ sagði hún í kappræðum í vikunni. Michael D. Higgins, forseti Írlands síðustu fjórtán árin, með spúsu sinni á kjörstað í dag. Írskir forsetar mega að hámarki sitja tvö kjörtímabil og því er hann ekki kjörgengur í ár.Vísir/EPA Embætti forseta í Írlandi svipar að ýmsu leyti til þess íslenska. Áhrif hans eru að mestu leyti táknræn þó að hann skipi forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðslu í þinginu og æðstu embættismenn að tillögu ríkisstjórnar. Þá skrifar hann undir lagafrumvörp og getur boðað til kosninga ef vantraust kemur fram á forsætisráðherra. Írski forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Sumir þeirra hafa notað stöðu sína til þess að útala sig um menn og málefni. Michael D. Higgins, fráfarandi forseti, hefur þannig talað gegn átökunum á Gasa og framlögum til NATO.
Írland Evrópusambandið NATO Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Sjá meira