Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 24. október 2025 17:00 Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun