Innlent

Maður varð fyrir skoti í Ár­nes­sýslu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Málið er rannsakað sem slysaskot.
Málið er rannsakað sem slysaskot. Vísir/Ívar Fannar

Maður varð fyrir skoti í uppsveitum Árnessýslu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og maðurinn fluttur á spítala. Upplýsingar um líðan liggja ekki fyrir.

RÚV greindi frá þessu í kvöld en þar segir að lögreglan telji að skotið hafi verið voðaskot. Lögreglunni á Suðurlandi hafi borist tilkynning um slysið hálf sjö í kvöld.

Morgunblaðið hefur eftir lögreglunni að málið sé til rannsóknar. Eins og staðan er sé það rannsakað sem slysaskot.

Upplýsingar um líðan hins slasaða liggi ekki fyrir og frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×