Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 13:38 Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær. Vísir/Anton Brink Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“ Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“
Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira