Handbolti

KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði ellefu fyrir Hauka í dag.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði ellefu fyrir Hauka í dag. Haukar

KA/Þórt vanna afar sterkan sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild kvenna í dag, 29-30. Stjörnukonur eru hins vegar enn án stiga eftir tap gegn Haukum.

Sjöttu umferð Olís-deildar kvennna lauk í dag með fjórum leikjum. Fyrr í dag vann Valur sigur gegn ÍBV og ÍR lagði Selfyssinga.

Í Úlfarsárdalnum tók Fram svo á móti KA/Þór þar sem gestirnir í KA/Þór höfðu að lokum betur, 29-30.

Heimakonur í Fram leiddu 18-16 í hálfleik, en gestirnir sýndu mikinn karakter í seinni hálfleik og snéru dæminu við, lokatölur 29-30.

Þá unnu Haukar öruggan sjö marka sigur gegn Stjörnunni, 34-17, þar sem Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði ellefu mörk fyrir Hauka.

Stjörnukonur eru því enn án stiga eftir fyrstu sex umferðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×