„Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. október 2025 17:50 Lárus Orri Sigurðsson sá til þess að Skagamenn héldu sæti sínu í efstu deild. Vísir/Anton Lárus Orri Sigurðsson tók við stjórnartaumunum hjá karlaliði ÍA í fótbolta í lok júní fyrr í sumar en þá var liðið í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. Skagaliðið vann sigur gegn Aftureldingu í lokaumferð deildarinnar og kórónaði þar góðan lokakafla liðsins sem tryggir vera þeirra í efstu deild. „Þetta var góð frammistaða og flott svar við afar slökum leik á móti KA í síðustu umferð deildarinnar. Við vildum enda þetta á jákvæðum nótum og þetta var flottur lokapunktur á góðum endaspretti hjá okkur,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, sáttur við gott dagsverk. „Það voru margir leikmenn sem spiluðu vel í þessum leik. Ísak Máni og Haukur Andri voru flottir inni á miðsvæðinu og það var gaman að sjá Gabríel Snæ skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Það var kominn tími á það eftir góða spilamennsku hans í undanförnum leikjum,“ sagði Lárus Orri um lærisveina sína. Lárus Orri færði Rúnar Má í varnarlínuna hjá Skagaliðinu eftir hann tók við liðinu. Sú ákvörðun tókst vel upp og færði liðinu festu og ró í varnarleikinn: „Rúnar Már er auðvitað enginn miðvörður og hann var að spila sína fyrstu leiki svona aftarlega á vellinum. Rúnar er bara svo reynslumikill leikmaður að hann leysti það verkefni bara frábærlega og þetta reyndist happadrjúgt.“ Lárus Orri framlengdi samning sinn við Skagamenn til ársins 2027 á dögunum og hann segir framtíðina vera bjarta á Skaganum: „Við erum með ungt lið sem klárar þennan leik í dag og sem dæmi má nefna Jón Breka sem kom flottur inn á miðsvæðið. Félagið hefur sett markvissa vinnu í að ná í unga og efnilega leikmenn frá öllu landinu síðustu misseri og það er unnið gott starf hvað varðar unga og efnilega leikmenn sem vilja koma hingað í gott umhverfi. Nú tekur við nokkura daga frí hjá mér og svo fer ég að skipuleggja næstu leiktíð,“ sagði Lárus um framhaldið. Besta deild karla ÍA Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
„Þetta var góð frammistaða og flott svar við afar slökum leik á móti KA í síðustu umferð deildarinnar. Við vildum enda þetta á jákvæðum nótum og þetta var flottur lokapunktur á góðum endaspretti hjá okkur,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, sáttur við gott dagsverk. „Það voru margir leikmenn sem spiluðu vel í þessum leik. Ísak Máni og Haukur Andri voru flottir inni á miðsvæðinu og það var gaman að sjá Gabríel Snæ skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Það var kominn tími á það eftir góða spilamennsku hans í undanförnum leikjum,“ sagði Lárus Orri um lærisveina sína. Lárus Orri færði Rúnar Má í varnarlínuna hjá Skagaliðinu eftir hann tók við liðinu. Sú ákvörðun tókst vel upp og færði liðinu festu og ró í varnarleikinn: „Rúnar Már er auðvitað enginn miðvörður og hann var að spila sína fyrstu leiki svona aftarlega á vellinum. Rúnar er bara svo reynslumikill leikmaður að hann leysti það verkefni bara frábærlega og þetta reyndist happadrjúgt.“ Lárus Orri framlengdi samning sinn við Skagamenn til ársins 2027 á dögunum og hann segir framtíðina vera bjarta á Skaganum: „Við erum með ungt lið sem klárar þennan leik í dag og sem dæmi má nefna Jón Breka sem kom flottur inn á miðsvæðið. Félagið hefur sett markvissa vinnu í að ná í unga og efnilega leikmenn frá öllu landinu síðustu misseri og það er unnið gott starf hvað varðar unga og efnilega leikmenn sem vilja koma hingað í gott umhverfi. Nú tekur við nokkura daga frí hjá mér og svo fer ég að skipuleggja næstu leiktíð,“ sagði Lárus um framhaldið.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira