Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2025 08:02 KR-ingar björguðu sér frá falli í gær. Vísir/Anton Brink Lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu var leikin í gær þegar þrír leikir fóru fram. Mikið var undir í öllum leikjunum og þrjú lið börðust um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR Besta deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR
Besta deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira