Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2025 08:02 KR-ingar björguðu sér frá falli í gær. Vísir/Anton Brink Lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu var leikin í gær þegar þrír leikir fóru fram. Mikið var undir í öllum leikjunum og þrjú lið börðust um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR
Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira