Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Oddur Ævar Gunnarsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 25. október 2025 21:03 Einar Bárðarson er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Vísir/Anton Brink Veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Talsmaður þeirra segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa. Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira