Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2025 10:32 Hadush Gerberslasie Kebatu (41), er hælisleitandi frá Eþíópíu en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot, meðal annars gegn táningsstúlku. Lögreglan í Essex Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum. Einn yfirmanna lögreglunnar í Lundúnum segir í yfirlýsingu að maðurinn verði færður aftur í hendur fangelsismálayfirvalda, sem slepptu honum lausum á föstudaginn. Hadush Gerberslasie Kebatu (41), hælisleitandi frá Eþíópíu, var dæmdur í síðasta mánuði í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots og áreiti í bænum Epping. Meðal annars reyndi hann að kyssa fjórtán ára stúlku og konu sem bauðst til að hjálpa honum við gerð ferilskrár. Brot hans leiddu til umfangsmikilla mótmæla yfir nokkurra vikna skeið í sumar. Til stóð að vísa honum úr landi á föstudaginn en fyrir mistök var honum einfaldlega sleppt lausum. Sjá einnig: Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Bílstjóri sem kallast Sim og var að flytja farm til fangelsisins í Chelmsford á föstudaginn sagði Sky News að hann hefði séð Kebatu eftir að honum var sleppt þaðan og hann hafi virst mjög ringlaður. Hann sagði Kebatu hafa spurt sig hvert hann ætti að fara og hvað væri að gerast og að Kebatu hafi beðið fyrir utan fangelsið í um níutíu mínútur og fjórum eða fimm sinnum reynt að fara aftur inn í fangelsið en honum hafi verið vísað á brott. Sim segir að Kebatu hafi vitað að til stæði að vísa honum úr landi en að starfsfólk fangelsisins hafi sagt honum að búið væri að sleppa honum og hann ætti að fara. Síðar þann dag sást hann í Chelmsford þar sem hann bað um aðstoð við að komast um borð í lest til Lundúna. David Lammy, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að Kebatu yrði vísað úr landi og kannað verði hvað leiddi til þess að honum var sleppt. Kebatu has been arrested, is now in custody and will be deported.Thanks to the Met, Essex and British Transport Police for their swift and thorough work.I have already ordered the immediate strengthening of release checks and a full investigation into what went wrong.— David Lammy (@DavidLammy) October 26, 2025 Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira
Einn yfirmanna lögreglunnar í Lundúnum segir í yfirlýsingu að maðurinn verði færður aftur í hendur fangelsismálayfirvalda, sem slepptu honum lausum á föstudaginn. Hadush Gerberslasie Kebatu (41), hælisleitandi frá Eþíópíu, var dæmdur í síðasta mánuði í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots og áreiti í bænum Epping. Meðal annars reyndi hann að kyssa fjórtán ára stúlku og konu sem bauðst til að hjálpa honum við gerð ferilskrár. Brot hans leiddu til umfangsmikilla mótmæla yfir nokkurra vikna skeið í sumar. Til stóð að vísa honum úr landi á föstudaginn en fyrir mistök var honum einfaldlega sleppt lausum. Sjá einnig: Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Bílstjóri sem kallast Sim og var að flytja farm til fangelsisins í Chelmsford á föstudaginn sagði Sky News að hann hefði séð Kebatu eftir að honum var sleppt þaðan og hann hafi virst mjög ringlaður. Hann sagði Kebatu hafa spurt sig hvert hann ætti að fara og hvað væri að gerast og að Kebatu hafi beðið fyrir utan fangelsið í um níutíu mínútur og fjórum eða fimm sinnum reynt að fara aftur inn í fangelsið en honum hafi verið vísað á brott. Sim segir að Kebatu hafi vitað að til stæði að vísa honum úr landi en að starfsfólk fangelsisins hafi sagt honum að búið væri að sleppa honum og hann ætti að fara. Síðar þann dag sást hann í Chelmsford þar sem hann bað um aðstoð við að komast um borð í lest til Lundúna. David Lammy, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að Kebatu yrði vísað úr landi og kannað verði hvað leiddi til þess að honum var sleppt. Kebatu has been arrested, is now in custody and will be deported.Thanks to the Met, Essex and British Transport Police for their swift and thorough work.I have already ordered the immediate strengthening of release checks and a full investigation into what went wrong.— David Lammy (@DavidLammy) October 26, 2025
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira