Lífið

Stað­festa loks sam­bandið

Samúel Karl Ólason skrifar
Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, (t.v.) og poppstjarnan Katy Perry
Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, (t.v.) og poppstjarnan Katy Perry Samsett mynd/Getty

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, hafa loksins staðfest að þau séu í sambandi. Það gerðu þau þegar ljósmyndari hitti þau út á lífinu í París í gærkvöldi, þar sem þau voru að halda upp á 41 árs afmæli Perry.

Þegar þau komu út af kabaret sýningu, hönd í hönd, mætti þeim aðdáandi sem rétti Perry rós og óskaði henni til hamingju með afmælið.

Trudeau er 53 ára gamall.

TMZ birti í dag myndband af parinu koma út af áðurnefndri sýningu.

Fregnir af mögulegu sambandi þeirra hafa verið á sveimi frá því í sumar þegar þau sáust snæða saman á veitingastað í Montreal í Kanada. Síðan þá hafa þau nokkrum sinnum sést saman.

Hann sótti til að mynda tónleika hennar í Kanada og í síðasta mánuði birti TMZ myndir af þeim á snekkju hennar undan ströndum Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.