Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 10:32 Dani Carvajal gefur Lamine Yamal merki um að hann ætti að tala minna. Getty/David Ramos/ Real Madrid vann 2-1 sigur á Barcelona í El Clasico í spænsku deildinni í gær en það urðu mikil læti í leikslok. Ungstirnið Lamine Yamal hafði látið orð falla fyrir leikinn um að Real Madrid hagnaðist á ákvörðunum dómara en væri samt að væla. Það var baulað á strákinn allan leikinn og allt varð síðan vitlaust í leikslok þegar Dani Carvajal henti olíu á eldinn. Carvajal sýndi merki um að Yamal ætti að hætta að tala og strákurinn ætlaði í framhaldinu í hann. Það endaði með að allir leikmenn liðanna voru komnir í mikinn hamagang. Eru liðsfélagar í landsliðinu Hollendingurinn Frenkie de Jong var einn af þeim sem reyndu að stilla til friðar og tjáði sig líka um atburðarásina í leikslok. „Ef Carvajal vildi tala við Lamine þá átti hann að gera það í einrúmi. Ef hann telur að hann ætti ekki að láta þessi ummæli falla þá gæti hann bara hringt í hann. Þeir eru liðsfélagar [með Spáni] og þeir þekkjast. Af hverju þarftu að bjóða upp á þessi látalæti inni á vellinum?“ sagði Frenkie de Jong. Yamal hafði kynt undir spennu fyrir leikinn þegar hann birtist á YouTube-rás fyrrverandi varnarmanns Barça, Gerard Piqué. De Jong sagði að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi fyrir leikinn. Viðbrögðin þeirra voru ýkt „Lamine sagði ekki að þeir rændu, ekki beint,“ sagði De Jong. „Hann er þarna að gera hluti fyrir Kings League, fólk er að segja hluti, en ég hef ekki heyrt Lamine segja nákvæmlega það. Ég skil leikmenn Real Madrid, en viðbrögðin þeirra voru ýkt,“ sagði De Jong. Allt þetta bjó til heldur betur fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart Yamal á Santiago Bernabéu, þar sem stuðningsmenn hæddu nafn hans þegar hann var kynntur fyrir leikinn og flautuðu síðan í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hér fyrir neðan má sjá lætin í leikslok. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Spænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Ungstirnið Lamine Yamal hafði látið orð falla fyrir leikinn um að Real Madrid hagnaðist á ákvörðunum dómara en væri samt að væla. Það var baulað á strákinn allan leikinn og allt varð síðan vitlaust í leikslok þegar Dani Carvajal henti olíu á eldinn. Carvajal sýndi merki um að Yamal ætti að hætta að tala og strákurinn ætlaði í framhaldinu í hann. Það endaði með að allir leikmenn liðanna voru komnir í mikinn hamagang. Eru liðsfélagar í landsliðinu Hollendingurinn Frenkie de Jong var einn af þeim sem reyndu að stilla til friðar og tjáði sig líka um atburðarásina í leikslok. „Ef Carvajal vildi tala við Lamine þá átti hann að gera það í einrúmi. Ef hann telur að hann ætti ekki að láta þessi ummæli falla þá gæti hann bara hringt í hann. Þeir eru liðsfélagar [með Spáni] og þeir þekkjast. Af hverju þarftu að bjóða upp á þessi látalæti inni á vellinum?“ sagði Frenkie de Jong. Yamal hafði kynt undir spennu fyrir leikinn þegar hann birtist á YouTube-rás fyrrverandi varnarmanns Barça, Gerard Piqué. De Jong sagði að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi fyrir leikinn. Viðbrögðin þeirra voru ýkt „Lamine sagði ekki að þeir rændu, ekki beint,“ sagði De Jong. „Hann er þarna að gera hluti fyrir Kings League, fólk er að segja hluti, en ég hef ekki heyrt Lamine segja nákvæmlega það. Ég skil leikmenn Real Madrid, en viðbrögðin þeirra voru ýkt,“ sagði De Jong. Allt þetta bjó til heldur betur fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart Yamal á Santiago Bernabéu, þar sem stuðningsmenn hæddu nafn hans þegar hann var kynntur fyrir leikinn og flautuðu síðan í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hér fyrir neðan má sjá lætin í leikslok. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Spænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira