Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar 27. október 2025 10:32 Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun