Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2025 15:32 Trump vill verða forseti þriðja kjörtímabilið þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna banni það. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána. Bandamenn Trump og hann sjálfur á stundum hafa ítrekað gert að því skóna að hann gæti sóst eftir þriðja kjörtímabilinu í gegnum tíðina. Nú síðast sagði Steve Bannon, aðalstjórnmálaráðgjafi Trump á fyrra kjörtímabili hans, að áætlun væri til um að láta hann sitja sem fastast í síðustu viku. „Trump verður forseti árið 2028 og fólk ætti bara að venja sig við það,“ sagði Bannon við tímaritið The Economist. Forsetinn þrætti ekki fyrir það þegar hann var spurður að því um borð í forsetaflugvél sinni í dag. „Ég væri sólginn í að gera það, ég er með bestu tölur allra tíma,“ sagði Trump og vísaði til skoðanakannana um vinsældir sínar þrátt fyrir að þær sýni í reynd að rúmur helmingur landsmanna sé óánægður með störf hans. Þrátt fyrir það sagðist forsetinn ekki hafa leitt hugann mikið að þriðja kjörtímabili og að hann væri umkringdur góðu fólki eins og Marco Rubio, utanríkisráðherra, og J.D. Vance, varaforseta, sem gætu tekið við keflinu af honum. Telur sig „mega“ verða forseti aftur með því að bjóða sig fram til varaforseta Þá hélt Trump því fram að hann „mætti“ bjóða sig fram til varaforseta að þremur árum liðnum. Það er ein sviðsmynd sem stuðningsmenn Trump hafa sett fram um hvernig gæti komist í kringum orðalag stjórnarskrár um að maður megi ekki vera „kjörinn“ forseti oftar en tvisvar. Samkvæmt henni byði Trump sig fram til varaforseta árið 2028 og tæki svo við forsetaembættinu af meðframbjóðanda sínum. „Ég myndi útiloka það því það væri of úthugsað,“ sagði Trump. Kveðið er á um að forseti geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil í 22. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Hann var staðfestur af ríkjunum árið 1951 í kjölfar þess að Franklin D. Roosevelt var kjörinn til þriðja og fjórða kjörtímabilsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Engin formleg takmörk voru á þaulsetni Bandaríkjaforseta áður en 22. viðaukinn var samþykktur en hefð var fyrir því að þeir sætu ekki lengur en tvö kjörtímabil. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Bandamenn Trump og hann sjálfur á stundum hafa ítrekað gert að því skóna að hann gæti sóst eftir þriðja kjörtímabilinu í gegnum tíðina. Nú síðast sagði Steve Bannon, aðalstjórnmálaráðgjafi Trump á fyrra kjörtímabili hans, að áætlun væri til um að láta hann sitja sem fastast í síðustu viku. „Trump verður forseti árið 2028 og fólk ætti bara að venja sig við það,“ sagði Bannon við tímaritið The Economist. Forsetinn þrætti ekki fyrir það þegar hann var spurður að því um borð í forsetaflugvél sinni í dag. „Ég væri sólginn í að gera það, ég er með bestu tölur allra tíma,“ sagði Trump og vísaði til skoðanakannana um vinsældir sínar þrátt fyrir að þær sýni í reynd að rúmur helmingur landsmanna sé óánægður með störf hans. Þrátt fyrir það sagðist forsetinn ekki hafa leitt hugann mikið að þriðja kjörtímabili og að hann væri umkringdur góðu fólki eins og Marco Rubio, utanríkisráðherra, og J.D. Vance, varaforseta, sem gætu tekið við keflinu af honum. Telur sig „mega“ verða forseti aftur með því að bjóða sig fram til varaforseta Þá hélt Trump því fram að hann „mætti“ bjóða sig fram til varaforseta að þremur árum liðnum. Það er ein sviðsmynd sem stuðningsmenn Trump hafa sett fram um hvernig gæti komist í kringum orðalag stjórnarskrár um að maður megi ekki vera „kjörinn“ forseti oftar en tvisvar. Samkvæmt henni byði Trump sig fram til varaforseta árið 2028 og tæki svo við forsetaembættinu af meðframbjóðanda sínum. „Ég myndi útiloka það því það væri of úthugsað,“ sagði Trump. Kveðið er á um að forseti geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil í 22. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Hann var staðfestur af ríkjunum árið 1951 í kjölfar þess að Franklin D. Roosevelt var kjörinn til þriðja og fjórða kjörtímabilsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Engin formleg takmörk voru á þaulsetni Bandaríkjaforseta áður en 22. viðaukinn var samþykktur en hefð var fyrir því að þeir sætu ekki lengur en tvö kjörtímabil.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira