Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar 27. október 2025 21:00 Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er þann 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta tækifærið til að fagna faginu og kynna störf sín. Iðjuþjálfar hér á landi eru á fimmta hundrað, flest starfa á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi. Þema alþjóðlega dagsins er „Iðjuþjálfun í verki.“ Iðjuþjálfun er vaxandi faggrein um allan heim og viðfangsefnin fjölbreytt. Leiðarljós í starfinu er ávallt að standa vörð um og efla iðju, þátttöku, heilbrigði og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga. Iðjuþjálfar eru löggild heilbrigðisstétt með fjögurra ára háskólamenntun að baki og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu á iðju mannsins og í brennidepli er samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Þjónusta iðjuþjálfa er heilbrigðisþjónusta í grunninn. Í henni felst ýmist bein íhlutun eða meðferð fyrir einstaklinga og hópa, en einnig ráðgjöf, stuðningur og kennsla. Iðjuþjálfar starfa með fólki á öllum aldri sem af einhverjum ástæðum glímir við iðjuvanda sem hamlar þeim í hversdeginum og hindrar þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt að grípa inn snemma Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta hversdaginn ganga upp. Þeir eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Fagið byggir á vel skilgreindri fræðasýn, gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangur iðjuþjálfa er einkum innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, skóla, félagasamtaka, hjá sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtækjum. Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að efla forvarnir og endurhæfingu. Slíkt borgar sig margfalt hvernig sem á það er litið. Það þarf að vera hægt að grípa inn áður en iðjuvandi fólks verður of mikill og hamlandi með tilheyrandi heilsubresti. Með því að tryggja gott aðgengi fólks með vægari færniskerðingar að endurhæfingarúrræðum, þar sem snemmtæk íhlutun er í forgrunni má fyrirbyggja þörf á sérhæfðari og dýrari þjónustu síðar. Rannsóknir benda ennfremur til þess að brýnt sé að veita faglega og góða eftirfylgd að lokinni endurhæfingu. Víða er pottur brotinn í þeim efnum hér á landi og aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa er ekki greitt. Endurhæfing er leið til sjálfbærni Vesturlönd eru í velferðarkreppu, það er staðreynd. Í ljósi hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra verða á næstu árum færri vinnandi hendur til halda velferðarsamfélaginu gangandi samhliða því að þörf fyrir þjónustu munu aukast. Heilbrigðis - og félagsþjónusta hér á landi er ekki sjálfbær og það hafa iðjuþjálfar eins og aðrar heilbrigðisstéttir bent á lengi. Finna þarf nýjar leiðir og setja forvarnir og endurhæfingu í forgang með markvissum aðgerðum. Þjónusta endurhæfingarstétta eins og iðjuþjálfa þarf að verða mun aðgengilegri. Samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda sem sett var fram í lok árs 2020 átti að koma á fót endurhæfingarteymum í öllum heilbrigðisumdæmum, einu í hverju umdæmi en tveimur til þremur á höfuðborgarsvæðinu. Árið er 2025 og enn er fátt um fína drætti. Er ekki kominn tími til að hrinda aðgerðum í framkvæmd? Þetta með sjálfbærnina reddast ekki bara. Heilsugæslan lykilþáttur Fyrsta stigs þjónusta fer fram í heilsugæslu, félagsþjónustu og innan skólakerfisins. Til þess að endurhæfing sé í alvöru hluti af snemmtækum inngripum þá þurfa úrræðin að vera aðgengileg í nærumhverfi fólks – í lágþröskuldaþjónustu eins og heilsugæslunni! Tökum sem dæmi hana Hermínu Hannesdóttur sem er 85 ára og býr ein. Hún bjargar sé nokkuð vel heima en er orðin léleg til gangs, glímir við svima og er hrædd um að detta. Þessi staða veldur henni óöryggi og kvíða. Hermína veit upp á hár, eftir að hafa gúgglað í spjaldtölvunni sinni að hún þarf að fá iðjuþjálfa heim til að hjálpa sér að meta þörf fyrir hjálpartæki og aðlögun svo fyrirbyggja megi byltur. Hún sá allskonar fín handföng og sturtustóla á netinu sem kæmu að gagni. Hermína hringir á heilsugæslustöðina til að panta tíma hjá iðjuþjálfa. Nei því miður – enginn slíkur hér segir stúlkan í móttökunni. Ég skora á stjórnvöld að taka á sig rögg og koma endurhæfingarteymum á laggirnar sem fyrst og bæta þannig aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa og annarri nauðsynlegri endurhæfingu í nærumhverfi fólks. Hvernig væri að leggja alvöru áherslu á forvarnir og endurhæfingu – það margborgar sig samkvæmt vísindum! Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er þann 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta tækifærið til að fagna faginu og kynna störf sín. Iðjuþjálfar hér á landi eru á fimmta hundrað, flest starfa á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi. Þema alþjóðlega dagsins er „Iðjuþjálfun í verki.“ Iðjuþjálfun er vaxandi faggrein um allan heim og viðfangsefnin fjölbreytt. Leiðarljós í starfinu er ávallt að standa vörð um og efla iðju, þátttöku, heilbrigði og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga. Iðjuþjálfar eru löggild heilbrigðisstétt með fjögurra ára háskólamenntun að baki og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu á iðju mannsins og í brennidepli er samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Þjónusta iðjuþjálfa er heilbrigðisþjónusta í grunninn. Í henni felst ýmist bein íhlutun eða meðferð fyrir einstaklinga og hópa, en einnig ráðgjöf, stuðningur og kennsla. Iðjuþjálfar starfa með fólki á öllum aldri sem af einhverjum ástæðum glímir við iðjuvanda sem hamlar þeim í hversdeginum og hindrar þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt að grípa inn snemma Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta hversdaginn ganga upp. Þeir eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Fagið byggir á vel skilgreindri fræðasýn, gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangur iðjuþjálfa er einkum innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, skóla, félagasamtaka, hjá sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtækjum. Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að efla forvarnir og endurhæfingu. Slíkt borgar sig margfalt hvernig sem á það er litið. Það þarf að vera hægt að grípa inn áður en iðjuvandi fólks verður of mikill og hamlandi með tilheyrandi heilsubresti. Með því að tryggja gott aðgengi fólks með vægari færniskerðingar að endurhæfingarúrræðum, þar sem snemmtæk íhlutun er í forgrunni má fyrirbyggja þörf á sérhæfðari og dýrari þjónustu síðar. Rannsóknir benda ennfremur til þess að brýnt sé að veita faglega og góða eftirfylgd að lokinni endurhæfingu. Víða er pottur brotinn í þeim efnum hér á landi og aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa er ekki greitt. Endurhæfing er leið til sjálfbærni Vesturlönd eru í velferðarkreppu, það er staðreynd. Í ljósi hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra verða á næstu árum færri vinnandi hendur til halda velferðarsamfélaginu gangandi samhliða því að þörf fyrir þjónustu munu aukast. Heilbrigðis - og félagsþjónusta hér á landi er ekki sjálfbær og það hafa iðjuþjálfar eins og aðrar heilbrigðisstéttir bent á lengi. Finna þarf nýjar leiðir og setja forvarnir og endurhæfingu í forgang með markvissum aðgerðum. Þjónusta endurhæfingarstétta eins og iðjuþjálfa þarf að verða mun aðgengilegri. Samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda sem sett var fram í lok árs 2020 átti að koma á fót endurhæfingarteymum í öllum heilbrigðisumdæmum, einu í hverju umdæmi en tveimur til þremur á höfuðborgarsvæðinu. Árið er 2025 og enn er fátt um fína drætti. Er ekki kominn tími til að hrinda aðgerðum í framkvæmd? Þetta með sjálfbærnina reddast ekki bara. Heilsugæslan lykilþáttur Fyrsta stigs þjónusta fer fram í heilsugæslu, félagsþjónustu og innan skólakerfisins. Til þess að endurhæfing sé í alvöru hluti af snemmtækum inngripum þá þurfa úrræðin að vera aðgengileg í nærumhverfi fólks – í lágþröskuldaþjónustu eins og heilsugæslunni! Tökum sem dæmi hana Hermínu Hannesdóttur sem er 85 ára og býr ein. Hún bjargar sé nokkuð vel heima en er orðin léleg til gangs, glímir við svima og er hrædd um að detta. Þessi staða veldur henni óöryggi og kvíða. Hermína veit upp á hár, eftir að hafa gúgglað í spjaldtölvunni sinni að hún þarf að fá iðjuþjálfa heim til að hjálpa sér að meta þörf fyrir hjálpartæki og aðlögun svo fyrirbyggja megi byltur. Hún sá allskonar fín handföng og sturtustóla á netinu sem kæmu að gagni. Hermína hringir á heilsugæslustöðina til að panta tíma hjá iðjuþjálfa. Nei því miður – enginn slíkur hér segir stúlkan í móttökunni. Ég skora á stjórnvöld að taka á sig rögg og koma endurhæfingarteymum á laggirnar sem fyrst og bæta þannig aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa og annarri nauðsynlegri endurhæfingu í nærumhverfi fólks. Hvernig væri að leggja alvöru áherslu á forvarnir og endurhæfingu – það margborgar sig samkvæmt vísindum! Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar