Viðskipti innlent

Finna meira gull á Græn­landi

Árni Sæberg skrifar
Eldur Ólafsson er stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq minerals, sem vinnur að gullgreftri í Grænlandi.
Eldur Ólafsson er stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq minerals, sem vinnur að gullgreftri í Grænlandi.

Námafyrirtækið Amaroq hefur uppgötvað ný gullsvæði á Suður-Grænlandi með styrkleika gulls upp allt að 38,7 grömm á tonnið.

Þetta segir í tilkynningu Amaroq til Kauphallar um niðurstöður úr rannsóknum sumarsins 2025 á gull-leyfum félagsins á Suður-Grænlandi. Niðurstöðurnar ná til svæða utan Nalunaq-námunnar og Nanoq svæðisins. Niðurstöður rannsókna frá þeim svæðum verða kynntar fyrir lok árs, eftir að efnagreiningu á sýnum er lokið.

Gæti gefið af sér verulega auðlind

Þar segir að helstu niðurstöður séu eftirfarandi:

Nanortalik gullbeltið

  • Nýr gullfundur með háan styrkleika yfir stórt svæði í Vagar: Allt að 28,6 g/t Au á yfir 2 km kafla á Qoorormiut North Ridge svæðinu (Q-North Ridge). Í kjölfar þess er undirbúningur hafinn að könnunarborunum (e. scout drilling) á svæðinu.
  • Endurmat á Vagar Ridge: Uppfært jarðfræðilíkan sýnir möguleg hágæða-gullsvæði (e. high-grade) og staðsetningar fyrir frekari rannsóknarboranir.
  • Gull- og koparkerfi uppgötvað á Anoritooq: Á Isortup Qoorua, 50 km norður af Nalunaq, gefa niðurstöður allt að 38,7 g/t Au og 1,98% Cu, sem staðfestir hágæða Au-Cu svæði til frekari rannsókna. Amaroq mun kanna hvort Isortup Qoorua hafi möguleika á að gefa af sér verulega gull-auðlind í námunda við Nalunaq.
  • Orogenísk gullsvæði fundin í nágrenni Nalunaq-námunnar á Napasorsuaq, með niðurstöður sem sýna allt að 3,58 g/t Au og 0,54% Cu.

Ný gullsvæði á Suðvestur-Grænlandi

  • Tartoq og Ippatit: Uppgötvun gullberandi kvarsæða, með allt að 3,1 g/t Au á Tartoq og 0,7 g/t Au á Ippatit, á áður ókönnuðum svæðum innan Nanortalik gullbeltisins, nærri Nanoq svæðinu.
  • Nýr gullfundur í Grænseland, sýni með allt að 3,9 g/t Au í kvarsæðum, frá 0,5 til 2 metra á þykkt og um 500 m að lengd.

Víðtækur árangur rannsókna

  • Rúmlega 540 sýni tekin á 11 leyfum, sem staðfesta mörg ný gullsvæði og sannreyna eldri skráðar heimildir.

Verulegt vaxtartækifæri

Í tilkynningunni er haft eftir James Gilbertson, yfirmanni rannsókna hjá Amaroq, að svæðisbundnar rannsóknir ársins 2025, sem hafi falið í sér söfnun yfir 540 sýna á 11 leyfum, hafi leitt í ljós fjölda nýrra gullsvæða, staðfesti eldri skráða gullfundi og kortleggi nokkur borunarverkefni, sem áætlað sé að hefja næsta sumar. Félagið hafi fundið ný hágæðagullsvæði, með allt að 38,7 g/t í námunda við Nalunaq-námuna, sem undirstriki verulegt vaxtartækifæri í Nanortalik gullbeltinu.

„Niðurstöður sýnatöku á Q-North Ridge, sem nær yfir 2 km kafla, eru sérlega áhugaverðar, en ef gullsvæðið þar reynist samfellt gæti efnið þaðan nýst sem framtíðar auðlind fyrir vinnsluna í Nalunaq. Jafnframt staðfesta uppgötvanir á gull- og koparkerfi á Isortup Qoorua og nýjum kvarsæðum í Tartoq. Ippatit og Grænseland að kerfisbundnar rannsóknir okkar eru að skila áþreifanlegum árangri. Samandregið staðfesta þessar niðurstöður mikilvægi rannsóknarleyfa Amaroq í gulli og getu okkar til að byggja upp eignasafn með mörgum spennandi verkefnum innan eins efnilegasta gullsvæðis Grænlands. Við hlökkum til að fylgja þessum niðurstöðum eftir og þróa verkefnin áfram til borana, og styðja þannig við langtímavöxt félagsins á Grænlandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×