Musk í samkeppni við Wikipedia Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 11:53 Elon Musk í Hvíta húsinu, þegar allt lék í lyndi milli hans og Donalds Trump. EPA/FRANCIS CHUNG Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opnað nýja síðu sem ætlað er að veita Wikipedia samkeppni. Hinn hægri sinnaði tæknimógúll segir að síðan, sem kallast Grokipedia, eigi að vera slagsíðulaus valkostur gegn Wikipedia og keyrir að miklu leyti á Grok, mállíkani xAI, gervigreindarfyrirtækis Musks. Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál. Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál.
Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent