Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. október 2025 08:03 Róbert Geir segir Epicbet ekki hafa leyfi til að sýna myndefni úr Handboltapassanum, sem er á snærum HSÍ. Samsett/Vísir/Ívar/Skjáskot Framkvæmdastjóri HSÍ segir veðmálafyrirtækið Epicbet ekki hafa leyfi fyrir streymum af leikjum í Olís-deild karla sem nýtt er í beinar útsendingar á vegum þess. Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum. Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum.
Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti