Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2025 19:47 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. Greint var frá því í gær að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra alls 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnti embættunum. Umrædd ráðgjöf fólst meðal annars í búðarferð í Jysk og uppsetningu á píluspjaldi. Embættið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem kom fram að Þórunn Óðinsdóttir, eigandi Intra, hafi verið ráðin tímabundið í fullt starf. Það væri hagkvæmari ráðstöfun. Sigríður Björk gaf ekki kost á viðtali en síðan hún tók við embættinu árið 2020 hefur Þórunn tekið við greiðslum sem nema samtals um 160 milljónum sem gerir um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt útreikningum fréttastofu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lítur málið alvarlegum augum. „Mér finnst eðlilegt að funda með ríkislögreglustjóra svo ég geti fengið skýringar á því hvernig þetta mál horfir við embættinu og hvaða gögn eru þarna undir.“ Intra stýrði til að mynda flutningum embættisins frá Skúlagötu í Skógarhlíð. Jysk hafi orðið fyrir valinu vegna hagkvæmra verða og sinnti Þórunn innkaupum en eiginmaður hennar er stjórnarformaður Jysk á Íslandi. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra er harmað að verkefnið hafi ekki verið sett í útboð. „Ég meina það er af ástæðu að það eru settar reglur um umgjörð þessara mála. Við erum með nokkuð skýran ramma um útboð og við hvaða fjárhæð skal miða. Mér finnst það nú blasa við að þetta hefði mátt vinna betur hjá ríkislögreglustjóra en raun varð á.“ Of snemmt sé að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa. Hún ítrekar að reglurnar séu skýrar. „Þær þjóna auðvitað því markmiði að vel sé farið með fé almennings og varðveita þetta trúnaðarsamband þeirra sem sýsla með fjármuni ríkisins og almennings.“ Lögreglan Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Greint var frá því í gær að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra alls 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnti embættunum. Umrædd ráðgjöf fólst meðal annars í búðarferð í Jysk og uppsetningu á píluspjaldi. Embættið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem kom fram að Þórunn Óðinsdóttir, eigandi Intra, hafi verið ráðin tímabundið í fullt starf. Það væri hagkvæmari ráðstöfun. Sigríður Björk gaf ekki kost á viðtali en síðan hún tók við embættinu árið 2020 hefur Þórunn tekið við greiðslum sem nema samtals um 160 milljónum sem gerir um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt útreikningum fréttastofu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lítur málið alvarlegum augum. „Mér finnst eðlilegt að funda með ríkislögreglustjóra svo ég geti fengið skýringar á því hvernig þetta mál horfir við embættinu og hvaða gögn eru þarna undir.“ Intra stýrði til að mynda flutningum embættisins frá Skúlagötu í Skógarhlíð. Jysk hafi orðið fyrir valinu vegna hagkvæmra verða og sinnti Þórunn innkaupum en eiginmaður hennar er stjórnarformaður Jysk á Íslandi. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra er harmað að verkefnið hafi ekki verið sett í útboð. „Ég meina það er af ástæðu að það eru settar reglur um umgjörð þessara mála. Við erum með nokkuð skýran ramma um útboð og við hvaða fjárhæð skal miða. Mér finnst það nú blasa við að þetta hefði mátt vinna betur hjá ríkislögreglustjóra en raun varð á.“ Of snemmt sé að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa. Hún ítrekar að reglurnar séu skýrar. „Þær þjóna auðvitað því markmiði að vel sé farið með fé almennings og varðveita þetta trúnaðarsamband þeirra sem sýsla með fjármuni ríkisins og almennings.“
Lögreglan Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira