Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar 28. október 2025 19:03 Sjálfbærni varð ein af meginþáttum í nýrri stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 undir yfirskriftinni Sjálfbærni með í för. Í vor leit síðan fyrsta sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar dagsins ljós en samkvæmt henni er unnið að ábyrgri nýtingu fjármuna og náttúruauðlinda og að dregið verði úr kolefnisspori framkvæmda, án þess þó að skerða hlutverk stofnunarinnar, sem er að tryggja öruggt og gott aðgengi um landið fyrir öll. Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun með 20 mælanlegum markmiðum og tímasettum aðgerðum. Fjallað verður um tvö lykilverkefni á morgunfundi Vegagerðarinnar föstudaginn 31. október þar sem sjónum verður beint að þeirri vegferð sem Vegagerðin hefur verið á síðasta árið. Kolefnisreiknirinn LOKI var þróaður til að meta kolefnisspor allra framkvæmda og til að geta með markvissum hætti farið í aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hin stóra breytingin eru auknar loftslagskröfur í útboðum Vegagerðarinnar. Breytingarnar miða að því að uppfylla kröfur um samdrátt í kolefnisspori framkvæmda, viðhaldi og rekstri innviða Vegagerðarinnar. Framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins er kjarnastarfsemi Vegagerðarinnar og einnig sá hluti sem hefur stærsta vist- eða kolefnisspor. Mikilvægt er því að skapa framtíðarsýn og ná yfir þau tækifæri sem eru þar til að draga úr vistspori. Breytingar verða unnar í skrefum yfir næstu 18 mánuði og verða innleiddar í áföngum. Helstu breytingar sem verða á útboðskröfum í vetur eru meðal annars: ·Ríkari krafa verður um tækjalista og áætlaða tækjanotkun strax þegar skilað er inn tilboði vegna útboðs Vegagerðarinnar og kallað verður eftir tiltækum umhverfisyfirlýsingum (EPD) vegna vöru eða hráefna sem notuð verða í verki fyrir Vegagerðina. ·Gerð verður skýrari krafa um skil á gögnum um eldsneytisnotkun á verktíma ásamt öðrum magntölum. ·Uppfærð sniðmát fyrir tækjalista verða hluti af útboðsgögnum Vegagerðarinnar til að auðvelda þessa breytingu. ·Bætt verður við þessar kröfur á næstu árum með það að markmiði að draga úr kolefnisspori framkvæmdar eins og kostur er. Morgunfundur Vegagerðarinnar verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Öll eru velkomin á staðinn en einnig er hægt að fylgjast með erindum í beinu streymi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar. Höfundur er forstöðumaður sjálfbærnideildar Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni varð ein af meginþáttum í nýrri stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 undir yfirskriftinni Sjálfbærni með í för. Í vor leit síðan fyrsta sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar dagsins ljós en samkvæmt henni er unnið að ábyrgri nýtingu fjármuna og náttúruauðlinda og að dregið verði úr kolefnisspori framkvæmda, án þess þó að skerða hlutverk stofnunarinnar, sem er að tryggja öruggt og gott aðgengi um landið fyrir öll. Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun með 20 mælanlegum markmiðum og tímasettum aðgerðum. Fjallað verður um tvö lykilverkefni á morgunfundi Vegagerðarinnar föstudaginn 31. október þar sem sjónum verður beint að þeirri vegferð sem Vegagerðin hefur verið á síðasta árið. Kolefnisreiknirinn LOKI var þróaður til að meta kolefnisspor allra framkvæmda og til að geta með markvissum hætti farið í aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hin stóra breytingin eru auknar loftslagskröfur í útboðum Vegagerðarinnar. Breytingarnar miða að því að uppfylla kröfur um samdrátt í kolefnisspori framkvæmda, viðhaldi og rekstri innviða Vegagerðarinnar. Framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins er kjarnastarfsemi Vegagerðarinnar og einnig sá hluti sem hefur stærsta vist- eða kolefnisspor. Mikilvægt er því að skapa framtíðarsýn og ná yfir þau tækifæri sem eru þar til að draga úr vistspori. Breytingar verða unnar í skrefum yfir næstu 18 mánuði og verða innleiddar í áföngum. Helstu breytingar sem verða á útboðskröfum í vetur eru meðal annars: ·Ríkari krafa verður um tækjalista og áætlaða tækjanotkun strax þegar skilað er inn tilboði vegna útboðs Vegagerðarinnar og kallað verður eftir tiltækum umhverfisyfirlýsingum (EPD) vegna vöru eða hráefna sem notuð verða í verki fyrir Vegagerðina. ·Gerð verður skýrari krafa um skil á gögnum um eldsneytisnotkun á verktíma ásamt öðrum magntölum. ·Uppfærð sniðmát fyrir tækjalista verða hluti af útboðsgögnum Vegagerðarinnar til að auðvelda þessa breytingu. ·Bætt verður við þessar kröfur á næstu árum með það að markmiði að draga úr kolefnisspori framkvæmdar eins og kostur er. Morgunfundur Vegagerðarinnar verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Öll eru velkomin á staðinn en einnig er hægt að fylgjast með erindum í beinu streymi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar. Höfundur er forstöðumaður sjálfbærnideildar Vegagerðarinnar.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar